Hitt og þetta

Síða 2 af 4

Eins og nafnið gefur til kynna þá má finna uppskriftir hér sem falla ekki endilega undir aðra flokka. Hér má finna allt milli himins og jarðar, eins og t.d. baunaspírur, cashewhneturjóma, hollar franskar kartöflur, orkubita, nemendanasl og margt fleira.&;


Allt er vænt sem vel er grænt - Hollt guacamole

Guacamole

Guacamole er í rauninni bara avocadomauk. Það hentar ótrúlega vel með alls konar krydduðum mat eða með burrito.

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Linsubaunamauk úr gulum linsum

Gult linsubaunamauk

Þetta er fínasta baunamauk, rosa gott til að dýfa pítubrauði í eða setja ofan á nýbakað brauð, eða hrökkbrauð. Maukið er einfalt og afar ódýrt.

Gamli góði hafragrauturinn

Hafragrautur

Hafragraut er nú óþarft að kynna. Hann er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn.

Hafrakexið góða

Hafrakex

Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Afar sniðugt viðbit

Hnetusmjör

Það er eitthvað alveg stórkostlegt við að búa til sitt eigið hnetusmjör og um leið spara helling af peningum.

Hnetusósan góða

Hnetusósa frá Uganda

Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

Hollustupopp fyrir alla fjölskylduna!

Hollustupoppkorn

Þetta poppkorn er alveg örugglega hollasta poppkorn sem þið getið búið til. Það er nauðsynlegt að eiga loftpopptæki (air popper) en slík tæki fást í flestum heimilistækjabúðum.

Hrísgrjónasalat

Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.

Hummus

Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.

Dásamlega litríkur og hollur hummus

Hummus með grillaðri papriku

Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.

Hvítlauksjógúrtsósa

Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.

Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Kalt hrísgrjónasalat

Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum&;og hollri fitu.

Kartöfluflögur...svo hollar

Kartöfluflögur

Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.

Kjúklingabaunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Kjúklingabaunaspírur

Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.

Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.

Kraftar í kögglum, góður próteinbiti fyrir ræktina

Kraftaköggull - fyrir ræktina

Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.

Kryddaðar strengjabaunir

Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.

Bláberjasulta, krydduð og bragðmikil

Krydduð bláberjasulta

Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband.

Léttur og fínn hummus

Kúrbítshummus

Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.