Haust

Síða 2 af 6

Mér þykir alltaf óskaplega vænt um haustið...kannski af því mér finnst litirnir í kringum mig vera svo fallegir og haustið þýðir líka að eftir sólríkt sumar (stundum) er komið að heitu súpunum, ofnréttunum, bökunum, pottréttunum og öllu því sem má stinga í ofn eða pott og hita. Ég hreinlega elska heitar súpur...sérstaklega þegar rigningin bylur á rúðunum og það hvín í gamla húsinu mínu. Það er líka eitthvað sérlega traustvekjandi við að nota sínar eigin afurðir eins og rabarbara, blómkál, spergilkál, rófur, gulrætur og allt það sem finna má í görðum landsmanna á þessum tíma. Svo má ekki gleyma berjunum..maður minn. Ég get legið í berjamó tímunum saman.......enda á ég alltaf fullan frysti af bláberjum (sem ég tími svo varla að nota hmmm).

Haustflokkurinn inniheldur sem sagt uppskriftir sem henta vel á haustin og innihalda margar hverjar það sem er "in season" yfir haustmánuðina. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun október.


Eggja- og grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bara svona hversdagsmatur, ekkert neitt spari en engu að síður bragðgóður, próteinríkur, magur, hollur og verulega þægilegur réttur.

Einfalda fiskisúpan

Einföld fiskisúpa

Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.

Gömlu, góðu íslensku fiskibollurnar, nema hollar

Fiskibollur

Þessar gömlu góðu, íslensku fiskibollur svíkja engan og líklega eru flest íslensk heimili með einhvers konar fiskibollur á boðst&oac

Fiskur með kartöflum og grænmeti

Þessi uppskrift kemur úr bæklingi sem heitir Næring ungbarna og er gefin út af Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna.

Reglulega hollur fiskréttur

Fiskur með kókosflögum og basil

Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

Hollar og góðar franskar kartöflur

Franskar kartöflur

Bíðið við…, franskar kartöflur á vef CafeSigrun… er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????

Fylltar paprikur

Fylltar paprikur

Þessa uppskrift smakkaði ég fyrst á námskeiði hjá Sollu á Grænum kosti og birti ég uppskriftina með góðfúslegu leyfi hennar. Þetta er mjög saðsamur matur en hollur og góður þar sem í honum eru t.d.

Skálina á myndinni keypti ég á antíkmarkaði einum á Zanzibar

Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar

Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.

Graskersmauk fyrir smáfólkið

Graskersmauk

Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.

Fjölskylduvæn og frábær súpa

Graskerssúpa með grilluðu maískorni

Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.

Diskurinn sem brauðið er á, er frá Tanzaníu og er ævaforn

Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti

Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!

Hollir kartöflubátar með salsa og guacamole.

Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa

Það er voðalega freistandi fyrir marga að leggjast í snakkát um helgar..fá sér tortillaflögur með quacamole og salsa!

Upplögð súpa með haustinu

Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu

Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.

Grænmetisbaka

Þetta er fínindis baka, hægt að nota alls kyns grænmeti í hana og er því ódýr og sniðug. Svo er líka þægilegt að búa til böku og hita afganginn upp bara næsta dag.

Grænmetismauk

Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.

Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

Gulrótar- og bananabrauð

Gulrótar- og bananabrauð

Þetta er svona kökubrauð (þrátt fyrir að vera í laginu eins og kaka) og er fínt með t.d. tei eða kaffi.

Gulrótar- og bananaskonsur

Gulrótar- og bananaskonsur

Þar sem ég er akkúrat nýkomin frá Skotlandi þá get ég ekki annað en sett inn uppskrift að skonsum.

Ein af uppáhaldssúpunum mínum þó ég segi sjálf frá

Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar

Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.

Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Hollur kvöldmatur fyrir litla kroppa

Gulrótar-, avocado- og kartöflumauk

Þetta mauk er hentugt að því leytinu að það inniheldur flókin kolvetni og er fyllandi. Það er einnig mátulega sætt vegna gulrótanna og hentar því vel sem grunnmauk með meira grænmeti.

Gulrótarbrauð

Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.

Svolítið gult og gróft en rosa gott

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi

Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost.

Létt og trefjarík grænmetisbuff

Gulrótarbuff

Mmm alveg ferlega góð og létt grænmetisbuff með voða lítilli fitu en heilmiklu af trefjum og vítamínum.