Grænmeti í ofni

Síða 2 af 2

Það eru svo ótal margir grænmetisréttir sem henta vel í ofninn. Ég steiki aldrei grænmeti upp úr olíu (nema ég sé að snöggsteikja fyrir t.d. núðlurétt) og ég reyni að baka sem allra, allra mest því þannig er maður ekki að bæta óþarfa fitumagni við matinn. Ég steiki heldur aldrei buff eða borgara á pönnu heldur hita ég þau í ofni. Grænmetisréttir í ofni eru yfirleitt þannig að maður getur hitað þá aðeins og svo fryst til að hita upp síðar og þess vegna borgar sig yfirleitt að gera svolítið magn í einu til að eiga síðar. Þá á maður góðan lager af hollum „skyndibita” sem maður getur sótt úr eigin brunni. Það finnst mér alltaf dásamlegt (og er auðvitað bæði ódýrara og hollara en að hlaupa í búðina í hvert skipti sem maður nennir ekki að hafa til mat og elda).


Pítupizzur - einfaldar og sniðugar

Pítu-pizzur (nokkrar útgáfur)

Ok þetta hljómar kannski pínu skrítið, pítu-pizzur en það sem málið snýst um er að nota pítubrauðin sem pizzubotna því það sparar tíma og fyrirhöfn svona þegar maður er að flýta sér.

Fátt jafnast á við heimatilbúna pizzu

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella

Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni

Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.

Tofu- og kjúklingabaunabuff

Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.