Fiskréttir

Síða 2 af 2

Mér finnst fiskur yfirleitt æðislega góður og uppáhalds, uppáhaldsmaturinn minn er sushi. Ég er reyndar af þeirri kynslóð sem borðaði yfir sig af fiski á yngri árum enda var ýsan þá ódýr leið til að metta marga. Ég get ekki borðað soðinn fisk (enda er lyktin af soðnum fiski, hamsatólg og kartöflum eitthvað sem vekur ekki neinar gleðilegar matartilfinningar) en ýsuréttir í ofni, lúða, silungur og lax er allt sælkeramatur. Sjálf matreiðslan á fiskinum skiptir auðvitað aðalmáli og svo það að fiskurinn sé ferskur. Ég borða reyndar ekki þorsk (ég er tildurrófa og höndla ekki orma í mat). Allavega þá eru hér alls kyns uppskriftir og ég vona að þið njótið þeirra.


Sudusúpa (indversk fiskisúpa)

Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

Suðrænn fiskiréttur

Þetta er voða einföld, holl og góð uppskrift, fín svona í miðri viku þegar tímaleysið háir okkur einna mest.

Spennandi og bragðgóð fiskisúpa

Thailensk fiskisúpa

Þetta er svona uppskrift sem maður gerir bara um helgar eða þegar maður hefur nægan tíma því hún er dáldið tímafrek.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

Thailenskar fiskikökur, bragðgóðar og ákaflega hollar

Thailenskar fiskikökur með sesamsósu

Fiskur og kökur eru kannski ekki tvö orð sem eiga heima í sömu setningunni en enska heitið yfir þessa gerð matar er engu að síður fish cake svo ég held því yfir á íslensk

Túnfiskréttur í brauði

Þennan mat smökkuðum við fyrst hjá Smára bróður og Önnu Stínu konunni hans þegar við vorum í sumarfríi á Íslandi 2003.

Hollur, einfaldur og góður túnfiskréttur

Túnfiskspastaréttur

Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

Hollt og gott túnfisksalat

Túnfiskssalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Ég borða sjaldan hráan lauk en mörgum finnst gott að setja rauðlauk í túnfisksalatið.

Hollur og próteinríkur túnfisksréttur

Túnfiskur með núðlum

Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.

Verulega hollur og góður núðluréttur

Wagamama laxanúðlur

Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.

Þorskur í ofni

Ég hef ekki borðað þorsk síðan sumarið 2003 þegar ég lenti í „„atvikinu”. Við vorum með matarboð úti í garði í London í æðislegu veðri.