Detox uppskriftir

Síða 3 af 3

Detox þýðir eiginlega afeitrun. Ég myndi samt frekar kalla detox hreingerningu en svo að því sé haldið til haga, þá hreinsar matur ekki nokkurn skapaðan hlut. En okkur líður kannski betur á því að létta mataræðið svolítið í janúar eins og gengur og gerist hjá mörgum og fyrir ykkur sem eruð í því, set ég þessar uppskriftir inn.

Ég er ekki strangtrúuð í svona detox-rmálum og er hrifnari af því að líkaminn aðlagist hollu mataræði dags daglega án aukaefna, bragðefna, litarefna o.s.frv. Ég borða svo til sama matinn allan ársins hring. Mér finnst þó samt gott öðru hverju að skera nokkuð á mjólkur- og kornvörur, hnetur og sojavörur í nokkra daga og auka þeim mun meira ávexti, grænmeti, tærar súpur og heimatilbúið te og ferska ávaxta- og grænmetissafa. Ekki misskilja mig samt...það er ekki hægt að tappa af aukaefnum í líkamanum með því að svolgra engiferte!!! Málið er aðeins flóknara en svo og það er auðvitað alltaf best að huga að góðri og fjölbreyttri næringu.

Flestum líður yfirleitt vel eftir að hafa einfaldað og létt mataræðið svolítið og fólki finnst það vera einhvern veginn léttara á sér eftir á. Öllu má þó ofgera og ekki er mælt með söfum eingöngu, fyrir þá sem eru heilsuveilir fyrir, og ekki heldur fyrir börn eða ófrískar konur. Ekki er heldur mælt með því að drekka safa eingöngu í langan tíma í senn þar sem líkaminn fer í föstuástand þ.e. hann fer að búa sig undir hungursneyð og það fer aldrei vel með líkamann að rugla hann svoleiðis. Það er einnig ákaflega mikilvægt að ráðfæra sig við lækni eða næringarfræðing ef á að fara breyta mataræðinu eitthvað að ráði.

Athugið að uppskriftirnar eru misvel til þess fallnar að vítamínvæða okkur, en margir byrja nýja árið á því að gera svolitla tiltekt hjá sér, bæði andlega og líkamlega og það er ekki verra að byrja á einföldu og léttu mataræði.

Ég vona að þessar hugmyndir nýtist ykkur. Uppskriftaflokkurinn verður opinn fram í febrúarmánuð.


Ferskur og góður sumardrykkur

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur

Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Women’s Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Myntute

Þetta er nú varla uppskrift, heldur frekar leiðbeiningar. Ég mæli með því að þið útbúið myntute enda fátt betra en myntute úr ferskum myntublöðum.

Ekki kannski mest spennandi útlitslega en súpan er samt létt og holl

Naglasúpan ódýra

Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

Hreinsandi og nærandi safi

Peru- og engifersafi

Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af&;C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

Dásamlegur ís, fullkominn yfir sumartímann

Rabarbara- og jarðarberjaís

Elva vinkona mín gaukar gjarnan að mér rabarbara yfir sumartímann. Það er alltaf gaman að fá rabarbarasendingu því þá er eiginlega vertíð í eldhúsinu mínu.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Eiturrauður og vítamínríkur safi

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu.

Rauður og hollur drykkur

Rauðrófudetoxdrykkur

Ég fann þessa uppskrift aftan á umbúðum drykkjar sem ég keypti frá Innocent hér í London en sá var einmitt detox drykkur.

Salsa sem er eiginlega salat úr tómötum

Salsa

Þetta er uppskrift að hefðbundnu salsa sem oft er notað í mexikanskan mat en passar einstaklega vel sem meðlæti með öðrum mat líka, ekki síst grillmat sem og inn í vefjur.

Gulrætur með afrískum áhrifum

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Sesambitar, pakkfullir af vítamínum og hollustu

Sesam- og döðlu orkubitar

Sesamfræ eru kalk- og próteinrík og valhnetur eru fullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Þessa mynd tók ég af teinu sem ég fékk í skóginum

Sítrónugraste úr kryddskóginum á Zanzibar

Þetta te fékk ég á Zanzibar haustið 2007.

Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

Súpan frá 4 Market Place

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Suðrænn og svalandi drykkur sem er frábær í hitanum

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda

Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

Vítamín og hollusta í glasi

Svalandi melónudrykkur frá Kenya

Ég gleymi aldrei þegar við komum til Mombasa vorið 2006 í kæfandi hita og fengum ískaldan melónudrykk í glasi þegar við komum á hótelið okkar. Nammmmmm. Það er fátt meira hressandi í sumarhita.

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Valhnetunammi

Valhnetu- og hunangsnammi

Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &