Detox uppskriftir

Síða 1 af 3

Detox þýðir eiginlega afeitrun. Ég myndi samt frekar kalla detox hreingerningu en svo að því sé haldið til haga, þá hreinsar matur ekki nokkurn skapaðan hlut. En okkur líður kannski betur á því að létta mataræðið svolítið í janúar eins og gengur og gerist hjá mörgum og fyrir ykkur sem eruð í því, set ég þessar uppskriftir inn.

Ég er ekki strangtrúuð í svona detox-rmálum og er hrifnari af því að líkaminn aðlagist hollu mataræði dags daglega án aukaefna, bragðefna, litarefna o.s.frv. Ég borða svo til sama matinn allan ársins hring. Mér finnst þó samt gott öðru hverju að skera nokkuð á mjólkur- og kornvörur, hnetur og sojavörur í nokkra daga og auka þeim mun meira ávexti, grænmeti, tærar súpur og heimatilbúið te og ferska ávaxta- og grænmetissafa. Ekki misskilja mig samt...það er ekki hægt að tappa af aukaefnum í líkamanum með því að svolgra engiferte!!! Málið er aðeins flóknara en svo og það er auðvitað alltaf best að huga að góðri og fjölbreyttri næringu.

Flestum líður yfirleitt vel eftir að hafa einfaldað og létt mataræðið svolítið og fólki finnst það vera einhvern veginn léttara á sér eftir á. Öllu má þó ofgera og ekki er mælt með söfum eingöngu, fyrir þá sem eru heilsuveilir fyrir, og ekki heldur fyrir börn eða ófrískar konur. Ekki er heldur mælt með því að drekka safa eingöngu í langan tíma í senn þar sem líkaminn fer í föstuástand þ.e. hann fer að búa sig undir hungursneyð og það fer aldrei vel með líkamann að rugla hann svoleiðis. Það er einnig ákaflega mikilvægt að ráðfæra sig við lækni eða næringarfræðing ef á að fara breyta mataræðinu eitthvað að ráði.

Athugið að uppskriftirnar eru misvel til þess fallnar að vítamínvæða okkur, en margir byrja nýja árið á því að gera svolitla tiltekt hjá sér, bæði andlega og líkamlega og það er ekki verra að byrja á einföldu og léttu mataræði.

Ég vona að þessar hugmyndir nýtist ykkur. Uppskriftaflokkurinn verður opinn fram í febrúarmánuð.


Aduki baunaspírur vinstra megin, óspíraðar baunir hægra megin

Aduki baunaspírur

Það er ekki erfitt að spíra baunir. Það eina sem maður þarf er krukka, vatn og baunir. Mér finnst reyndar erfiðast að láta Aduki baunir spírast, þær eru pínulítið tregar.

Ferskt og sumarlegt salat

Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum

Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.

Kókos- og ananasís

Ananas- og kókosís

Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.

Litríkt rauðrófusalat

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha

Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Vítamínbomba

Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur

Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.

Appelsínu- og kanilte, kryddað og frísklegt

Appelsínu- og kanilte

Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Hreint út sagt dásamlega frískandi drykkur

Ástaraldin- og mangodrykkur

Þessi drykkur er Afríka í glasi (eða að minnsta kosti Tanzanía og Kenya í glasi).

Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

Avocado og ananas

Avocado- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er frábær fyrir alla fjölskylduna.

Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

Einn hollasti drykkur sem til er

Bláberjadrykkur með kókosvatni

Hvað get ég sagt…...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).

Dásamlega hollt te

Bláberjate

Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.

Blómkálssúpa, upplögð með haustinu

Blómkálssúpa

Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.

Blóðdrykkurinn...ekki úr blóði heldur er hann góður fyrir blóðið!

Blóðdrykkurinn góði

Drykkurinn er ekki ÚR blóði (ég er ekki vampíra) heldur FYRIR blóðið...því þegar maður er lágur í járni þá er þessi drykkur upplagður.

Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Hressandi engifer- og melónudrykkur

Engifer- og melónudrykkur

Þessi drykkur er bara fullur af hollustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia melónu (ljósgræn að innan) eða hunangsmelónu.

Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

Epla- og vínberjasafi

Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus.

Einstaklega bragðgóður og frískandi drykkur eftir hlaupin

Greipaldin- og límónudrykkur

Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum.

Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.