Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust

Raita með gúrku og myntu (jógúrtsósa)
Raita (jógúrtsósa) er algerlega ómissandi í indverskri matargerð þar sem hún „jafnar út" bragð.

Rækjur í kókossósu
Borgar (bróðir) og Elín konan hans eru algjörir snilldarkokkar, það er alltaf gott að borða hjá þeim og maturinn sem þau gera er alltaf spes og öðruvísi og afar bragðgóður.

Rækjusalat
Þetta er létt útgáfa af hefðbundnu rækjusalati og voðalega gott með brauði, kexi, hrökkbrauði o.fl. Ég set basil og karrí út í salatið og mér finnst það gefa mjög gott bragð.

Sashimi túnfiskur með miso sósu
Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.

Sesamnúðlur
Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.

Skyr (kvarg) bollur
Kvarg (Quark) er fitulaus mjúkostur sem fæst t.d. í London. Hann fékkst eitt sinn á Íslandi en sölu hans var hætt, því miður enda er hráefnið eðalgott t.d. í bakaðar ostakökur.

Snittubrauð
Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Sólskinskúla
Við kaupum okkur oft svona sólskinskúlur í heilsubúðum hér í London. Þetta eru í raun bara sólblómafræ, rúsínur, hrískökur og byggmaltsíróp (enska: barley malt syrup) blandað saman í kúlu og látið harðna.

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella
Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni
Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

Spínatkartöflur (Aloo Palak)
Þetta er mjög hefðbundið indverskt meðlæti sem maður pantar yfirleitt alltaf þegar maður fer á indverskan stað (bara eins og maður pantar grjón líka).

Spínatrétturinn úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi
Það er löng saga að segja frá þessum rétti og hvernig ég fékk „uppskrift” að honum. Það atvikaðist þannig að í september 2007 var ég stödd alein í Nairobi.

Starbucks samloka
Kaffihúsamatur er enginn hollustumatur enda fáum við okkur afskaplega sjaldan mat á kaffihúsum enda dýr og of óhollur fyrir minn smekk!

Steiktar núðlur og grænmeti
Þetta er bara svona týpískur, austurlenskur núðluréttur. Það er ekkert eitt afgerandi bragð af honum, bara frekar mildur og fínn fyrir þá sem þola til dæmis illa sterkt kryddbragð.

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)
Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum
Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.

Súkkulaði- og bananabúðingur
Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.

Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)
Það er dásamlegt að eiga til eina svona í frystinum sem maður getur gripið til ef gestir kíkja við eða bara þegar græðgin nær yfirhöndinni.

Súkkulaði- og kókosnammi
Þetta er einfalt og þægilegt konfekt að búa til og upplagt til að eiga í ísskápnum þegar gesti ber að garði.

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)
Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.