Á alltaf við

Síða 8 af 2

&;Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust


Paprikumauk

Paprikumauk með svörtum ólífum

Þetta er hollt og gott mauk, tilvalið ofan á snittur í boð eða ofan á ristabrauð í hádeginu. Best er að nota matvinnsluvél eða töfrasprota til að mauka. Maukið má frysta.

Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Holl og virkilega góð pastasósa

Pastasósa

Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.

Litlar hnetukökur með cashewmauksfyllingu, sérdeilis góðar

Pecanhnetu- og cashewmaukskökur

Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.

Dásemdar pecan-, cashew- og súkkulaðikaka

Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu

Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.

Peru- og engifermuffins

Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.

Perumauk, einfalt og hollt

Perumauk

Þetta mauk er hentugt sem fyrsta ávaxtamaukið því perur hafa þann eiginleika að vera nánast lausar við ofnmæmisvaldandi efni.

Baunamauk

Pintóbaunamauk

Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn.

Glúteinlausir möffinsar

Pistachio og súkkulaðibitamuffins

Þessi uppskrift er glúteinlaus og er úr bókinni Gluten-Free French Desserts and Baked Goods eftir Valérie Cupillard.

Muffins með afrískum áhrifum

Pistachio- og döðlumuffins

Ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug pistachio muffinsar þegar ég var við miðbaug Uganda mars 2008.

Sætir og góðir molar með kaffinu

Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum

Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.

Mjólkurlaus mjólkurdrykkur

Pistachiomjólk

Þetta er frábær morgundrykkur, mátulega sætur og afar saðsamur.

Pítupizzur - einfaldar og sniðugar

Pítu-pizzur (nokkrar útgáfur)

Ok þetta hljómar kannski pínu skrítið, pítu-pizzur en það sem málið snýst um er að nota pítubrauðin sem pizzubotna því það sparar tíma og fyrirhöfn svona þegar maður er að flýta sér.

Pítusósa

Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

Myndina af pizzabotninum sem Lísa Hjalt bakaði

Pizzabotn

Þetta er spelt pizzabotn sem hentar vel í allan pizzabakstur. Venjulegir botnar eru með geri en þessi er gerlaus.

Er eitthvað betra en pönnsur með sultu og rjóma?

Pönnsur (pönnukökur)

Hér er fín uppskrift af speltpönnukökum. Pönnukökur með góðri hindberja- eða jarðarberjasultu (og svolítilli slettu af þeyttum rjóma) er eitt það besta sem ég fæ. Nammi namm.

Pride drykkurinn

Pride ísdrykkurinn

Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!

Pride uppskriftin 2017 - cashewbúðingur

Pride uppskriftir hef ég útbúið með einhverjum hléum í 10 ár eða svo.

Prótein og kalk í glasi

Prótein- og kalkrík hnetu- og möndlumjólk

Þessi drykkur er mjög próteinríkur og hollur fyrir hjartað sem og beinin. Upplagður að morgni eftir ræktina, sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki neinar mjólkurvörur.

Próteinbitar fyrir líkamsræktina

Próteinbitar

Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri

Orku- og próteinbitar, voða hollir og góðir

Próteinbiti með carob

Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.

Próteinkrem

Próteinkrem

Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).

Próteinríkt haframjöls- og bananabrauð

Þessi uppskrift var víst búin til af einhverri vaxtaræktarkonu (útskýrir kannski allar eggjahvíturnar!!) en mér var send uppskriftin.

Raita gúrkusósa

Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.