Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust

Majones
Þessi uppskrift kemur upprunalega frá breskri konu að nafni Eliza Acton og gaf hún uppskriftina út árið 1840. Ég bætti aðeins við uppskriftina þ.e. setti sinnepsduft, karrí og svolítið agavesíróp saman við.

Mangokarrísósa
Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

Mangomauk
Mango eða papayamauk er hentugt mauk fyrir litlu krílin en það þarf að gæta þess að ávöxturinn sé vel þroskaður því annars er hann allt of súr.

Mauk úr sætum kartöflum
Sætar kartöflur eru afar gómsætar sérstaklega fyrir minnstu sælkerana. Litlu börnunum líkar yfirleitt afar vel við sætt, milt bragðið og maukið fer einnig vel í magann.

Mauk úr sætum kartöflum og hrísmjöli
Þessi samsetning er hentug því hún er bæði bragðgóð, mild og fer einnig vel í maga. Lítil kríli fúlsa ákaflega sjaldan við sætum kartöflum og með hrísmjöli getur þessi samsetning ekki klikkað!

Mjólkurhristingur með döðlum og aprikósum
Þetta er hollur og næringarríkur drykkur sem hentar vel sem létt máltíð á daginn, ég tala nú ekki um ef maður er t.d. á kafi í námsbókunum.

Möndlu- og agúrkusalat
Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Möndlu- og kínóa súkkulaðibitakökur
Þessar smákökur eru nú eiginlega allt annað en hollar. Og þó, þær innihalda kalk, járn, prótein og trefjar og eru glúteinlausar í þokkabót.

Möndlu-, döðlu- og engifersdrykkur
Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Healing Drinks og er hreint út sagt frábær.

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur
Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.

Möndlukúlur frá miðausturlöndum
Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Morgunverðarmuffins með appelsínukeim
Þessi uppskrift er upprunalega frá Nigellu Lawson (úr How to be a Domestic Goddess) en ég er aðeins búin að hollustuvæna hana.

Morgunverður í glasi
Þessi drykkur er beint úr bókinni Innocent smoothie recipe book frá Innocent fyrirtækinu hér í London sem gerir bestu smoothie drykki í heimi (að mínu mati!!).

Muesli (eiginlega granóla)
Grunninn að þessari uppskrift fékk ég um daginn hjá Smára bróður. Hún er örlítið breytt en ekki mikið, megin uppistaðan er sú sama.

Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum
Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).

Mung baunaspírur
Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.

Nektarínu- og perudrykkur
Perur eru trefjaríkar og fullar af C og K vítamínum. Fæstir vita að perur er sá ávöxtur sem veldur hvað minnsta fæðuofnæmi af öllum ávöxtum.

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan
Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

Orkubiti með carobkremi
Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Orkuhnullungar
Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Orkumuffins
Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

Pad Thai núðlur
Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Paella með hýðishrísgrjónum
Árið 2000, í ágústmánuði vorum við Jóhannes stödd í litlu, spænsku fjallaþorpi sem heitir Mijas.