Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust
Kartöfluflögur
Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.
Kartöflumauk
Kartöflumauk eitt og sér er ekki endilega lystugt né gott á bragðið en maukað saman við ýmislegt annað grænmeti er það góð viðbót í fjölbreyttri fæðu ungs barns.
Kínóasalat með ávöxtum, spínati og fetaosti
Eitt af uppáhaldssalötunum mínum, passar sem meðlæti eða léttur hádegisverður og er alveg hreint frábært í nestisboxið. Það er dúndurhollt, litríkt og bragðgott!
Kínversk ýsa
Hljómar skringilega kannski, kínversk ýsa, en þessi réttur er algjört nammi, algjör dekurýsa og alveg þess virði að prófa hann. Bráðhollur réttur í þokkabót.
Kjúklinga Chow Mein (núðluréttur)
Það eru óteljandi afbrigði af Chow Mein og hvert land (og álfa) hefur sína útgáfu.
Kjúklingabaunaspírur
Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.
Kjúklingakarríréttur
Þetta er svona mildur laugardagskjúklingur, ofsalega fínn með grófu brauði, byggi eða hýðishrísgrjónum og góðu salati.
Kjúklingur með blaðlauk, gulrótum og grænum baunum
Þessi réttur kemur úr frábærri bók Annabel Karmel Top 100 Baby Purees. Hægt er að nota lambakjöt, fisk eða nautakjöt í staðinn fyrir kjúklinginn.
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum (og sósu)
Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja d
Kókosbananar með afrískum áhrifum
Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.
Kókosbrauðbollur
Þetta er það brauð sem ég baka sennilega hvað oftast og geri þá yfirleitt brauðbollur frekar en brauð. Mér finnst það svo létt og fínt og alveg ofsalega bragðgott.
Kókosbrauðbollur með pistachio- og heslihnetum
Þetta er rosa fín uppskrift sem við Jónsi vinur minn bjuggum til á Skóló eitt kvöldið (þ.e. í íbúðinni á Skólavörðustíg).
Kókosgrillaður kjúklingur
Þessi réttur er frekar sterkur en góður engu að síður, upplagður fyrir þá sem vilja bragðmikinn, indverskan mat.
Kókoskúlur
Ég hef fengið ótal fyrirspurnir í gegnum tíðina varðandi kókoskúlur. Þær eru greinilega eitthvað sem fólki þykir ómissandi.
Korma kjúklingur með frönskum baunum og raita gúrkusósu
Við förum stundum á indverska staði hérna í London og þegar við förum með fólki sem er ekki mikið fyrir kryddað, þá mælum við með „Chicken Korma” því það er mildur réttur og ekki með miklum chili pipar.
Kornbrauð (Polenta) með fræjum
Mig langaði að prófa eitthvað annað en venjulegt speltbrauð og ákvað að prófa kornmjöl (polenta) sem er unnið úr maís.
Kornflekskökur (kornflögukökur)
Ég ólst upp að hluta í Kanada og margt af því sem fólk af minni kynslóð þekkir, fór alveg fram hjá mér. Eins og t.d. Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Stundin okkar og kornflekskökur.
Kraftaköggull - fyrir ræktina
Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.
Kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum
Þetta voru fyrstu skonsur sem ég bakaði og hef bakað þær milljón sinnum síðan.
Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins
Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.
Kryddaðir muesli muffins
Þetta er uppskrift sem ég henti saman einn sunnudagsmorguninn.
Kúrbítshummus
Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.
Kúskúskaka með ávöxtum
Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).
Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi
Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.
Maís- eða hrísmjölsgrautur
Þessi uppskrift er ósköp venjuleg uppskrift að morgungraut fyrir yngsta fólkið. Grauturinn er léttur í maga og glúteinlaus.