Á alltaf við

Síða 5 af 2

&;Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust


Gulrótarkaka sem lítur út eins og óholl kaka en er voða holl

Gulrótarkaka með möndlu- og kókoskremi

Kaka sem er best á þriðja degi! Hún er full af kalki, próteinum, hollri fitu og milljón vítamínum.

Gulrótarmuffins, hollir og bragðgóðir

Gulrótarmuffins

Þetta er sama grunnuppskrift og í gulrótarkökunni með kreminu. Jóhannesi finnst gulrótarkakan svo góð og af því hann er svo mikill muffinskarl þá datt honum í hug að gæti verið gott að búa til muffins úr sama deigi.

Linsubaunamauk úr gulum linsum

Gult linsubaunamauk

Þetta er fínasta baunamauk, rosa gott til að dýfa pítubrauði í eða setja ofan á nýbakað brauð, eða hrökkbrauð. Maukið er einfalt og afar ódýrt.

Gamli góði hafragrauturinn

Hafragrautur

Hafragraut er nú óþarft að kynna. Hann er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn.

Hafrakexið góða

Hafrakex

Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Haframjölsterta

Þessi haframjölsterta er nú ekki eins klessulega óholl og venjuleg haframjölsterta en er engu að síður alveg prýðileg.

Hálsbólgudrykkurinn fíni

Hálsbólgudrykkur

Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.

Heilsubrauð Önnu Stínu

Mjög gott og próteinríkt brauð eftir uppskrift Önnu Stínu mágkonu en hún var að fikta sig áfram í eldhúsinu.

Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

Afar sniðugt viðbit

Hnetusmjör

Það er eitthvað alveg stórkostlegt við að búa til sitt eigið hnetusmjör og um leið spara helling af peningum.

Hnetusmjörskaka óbökuð, upplögð í saumaklúbbinn og dásamlega góð

Hnetusmjörskaka

Fyrir einhverjum árum síðan sá ég uppskrift á netinu á einum af þessum fjölmörgum síðum sem maður rekur augun í á vafri sínu um frumskóga alnetsins.

Hnetusósan góða

Hnetusósa frá Uganda

Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

Hollustupopp fyrir alla fjölskylduna!

Hollustupoppkorn

Þetta poppkorn er alveg örugglega hollasta poppkorn sem þið getið búið til. Það er nauðsynlegt að eiga loftpopptæki (air popper) en slík tæki fást í flestum heimilistækjabúðum.

Hrísgrjónasalat

Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.

Gott að maula

Hrískökur með súkkulaði eða carob

Þetta er einstaklega fljótlegt og upplagt að gera þegar mann langar í eitthvað sætt en ekki neitt of óhollt.

Hummus

Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.

Dásamlega litríkur og hollur hummus

Hummus með grillaðri papriku

Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.

Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

Drykkurinn fíni úr jarðarberjum, bönunum og tofu

Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Þessi drykkur er fullur af próteinum og vítamínum og er upplagður eftir ræktina eða í eftirmiðdaginn þegar mann vantar orkuskot.

Krúttlegar hráfæðissmákökur fyrir Valentínusardaginn

Jarðarberjahrákökur

Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Kakó- og heslihnetutrufflur

Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.

Kalt hrísgrjónasalat

Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum&;og hollri fitu.

Ilmandi kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Ég hef hundrað sinnum verið beðin um uppskrift af kanilsnúðum í gegnum tíðina. Ég hef yfirleitt átt eina svona baka til en hef ekki birt hana fyrr en nú.

Maukið fagurlitaða

Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Þetta er gott mauk fyrir litla kroppa en hentar ekki vel sem fyrsta grænmetismaukið. Það hentar betur börn sem eru farin að borða fasta fæðu og eru ekki með ofnæmi fyrir lauk.