Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust
Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi
Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.
Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati
Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.
Fyrsta kexið
Þetta kex er mátulega hart (en ekki of), gott á milli fingranna (ekki of gróft) og er hvorki of sætt né of sterkt á neinn hátt. Þetta kex er upplagt að eiga fyrir börnin á milli mála.
Fyrsti grauturinn
Hrísgrauturinn er eitt af því fyrsta sem börn smakka á, á eftir móðurmjólkinni. Hrísgrautur sem ætlaður er ungbörnum fer vel í maga og er mildur á bragðið án þess þó að vera alveg bragðlaus.
Góðar brauðbollur með öllum mat
Þessar brauðbollur er auðvelt að búa til og má setja eitthvað annað en sólþurrkaða tómata og ólífur í þær. Það er t.d. upplagt að setja rifnar gulrætur, grillaða papriku og jafnvel kúrbít út í bollurnar.
Graskersmauk
Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.
Greipaldin- og límónudrykkur
Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum.
Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti
Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!
Grillað laxaroð
Sumir kannski vita að hægt er að borða laxaroð en aðrir hugsa eflaust með sér að ég sé orðin galin.
Grillsósa Abdalla Hamisi
Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.
Grilluð grænmetissamloka
Þessi er nú einföld en engu að síður bragðgóð og með alveg hellings grænmeti. Það er upplagt að nota afgangana úr ísskápnum í vikulok, í eina svona grillaða.
Grísk salatsósa
Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.
Grísk tzatziki ídýfa
Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.
Grjónaklattar
Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!
Gróft fjölkornabrauð
Maður getur alveg fiktað með innihaldið í þessu brauði því uppskriftin er svo einföld og sveigjanleg.
Grunnuppskrift að brauði
Það er hægt að nota allt mögulegt í þetta brauð, hnetur, haframjöl, ólífur og krydd og bara hvað sem til er í skápnum. Mjög einfalt og tekur stuttan tíma að búa til.
Græni ísinn
Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.
Grænmetis Pilau
Klassískur indverskur réttur, mjög bragðgóður og mildur og upplagður sem fjölskyldumáltíð. Ég smakkaði svona Pilau fyrst á uppáhalds indverska veitingastaðnum okkar í London.
Grænmetissoð
Þetta soð má nota í alls kyns grauta og súpur og sömuleiðis má nota það til að sjóða t.d. kjúkling eða fisk í.
Gulrótar-, avocado- og kartöflumauk
Þetta mauk er hentugt að því leytinu að það inniheldur flókin kolvetni og er fyllandi. Það er einnig mátulega sætt vegna gulrótanna og hentar því vel sem grunnmauk með meira grænmeti.
Gulrótarbrauð
Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.
Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi
Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost.
Gulrótarkaka með döðlu-aprikósukremi
Þessi gulrótarkaka er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Munið að í venjulegu gulrótarkökukremi fara um það bil 200 g af rjómaosti ásamt flórsykri og fleiri miður hollu.
Gulrótarkaka með kremi
Sumir fá sér gulrótarkökusneið á kaffihúsum af því „eitthvað með gulrótum HLÝTUR að vera hollt, ekki satt&rd