Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust
Döðlu- og hnetubiti
Þessir hnetubitar eru frábærir í skólann, ræktina, vinnuna, gönguna, hestaferðina og útileguna.
Döðlu- og hnetubúðingur
Þetta er bragðgóður og sérlega hollur búðingur og hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Ég geri hann oft á föstudegi til að eiga yfir helgi því hann geymist vel.
Döðlu- og tofudrykkur
Þetta er einföld og holl uppskrift og hentar vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Í uppskriftina þarf frosinn banana en ef þið eruð ekki búin að frysta bananann, setjið þá nokkra ísmola út í.
Döðlu- og valhnetubrauð
Þetta er samsetning úr mörgum döðlubrauðsuppskriftum. Þetta er voða fínt kökubrauð með sunnudagskaffinu og passar sérlega vel í nestisboxið fyrir stóra sem smáa.
Döðlusulta
Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.
Egg Fu Yung með hýðishrísgrjónum
Þetta er uppskrift sem ég fann í einni af matreiðslubókunum mínum. Þetta er svona ekta kínverskur réttur (nema vantar olíuna sem er oft á austurlensku stöðunum).
Eggja- og grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bara svona hversdagsmatur, ekkert neitt spari en engu að síður bragðgóður, próteinríkur, magur, hollur og verulega þægilegur réttur.
Eggjadropa og maískornasúpa
Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.
Eggjadropa- og krabbakjötssúpa
Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).
Einfalt hrísgrjónasalat
Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.
Einföld fiskisúpa
Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.
Einföld og fljótleg kaka með carob
Ég er mjög hrifin af kökunum á Grænum kosti (þessi uppskrift er þaðan) því ég borða ekki þessar venjulegu kökur sem eru hlaðnar óhollostu eins og smjöri, hvítum sykri, hvítu hveiti, rjóma osfrv.
Epla- og apríkósubrauð
Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!
Epla- og hveitiklíðsmuffins
Þessi uppskrift var aftan á hveitiklíðspakka sem ég keypti einhvern tímann. Mjög holl og góð (með smá breytingum auðvitað), og upplagt að nota epli sem eru farin að láta aðeins á sjá.
Epla- og perumauk
Epli og perur eru góð blanda og betri hjón í ávaxtaríkinu er vart hægt að hugsa sér!
Epla- og valhnetubaka
Þessi baka er alveg svakalega holl því hún inniheldur holla fitu (omega 3 fitusýrur) úr valhnetunum sem og prótein, trefjar, flókin kolvetni og annað gott fyrir okkur.
Eplamauk
Epli eru prýðileg sem fyrsta mauk þar sem þau valda afar sjaldan ofnæmi hjá litlum börnum.
Espressosúkkulaðikaka
Þessi kaka getur nánast vakið mann upp frá roti. Enda er hún ekki ætluð fyrir börn heldur fullorðna eingöngu.
Fiskiréttur frá Goa
Þetta er frekar einfaldur indverskur fiskiréttur. Goa er eitt af „ríkjum” Indlands sem að Portúgalar réðu einu sinni yfir. Það skiptir svo sem engu máli, rétturinn er fínn og hollur.
Fiskur með kartöflum og grænmeti
Þessi uppskrift kemur úr bæklingi sem heitir Næring ungbarna og er gefin út af Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna.
Flap Jack (orkukubbur)
Það er voða gott að hafa svona orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.
Franskar kartöflur
Bíðið við , franskar kartöflur á vef CafeSigrun er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????
Frosnir bananar með súkkulaði og ídýfu
Hafið þið séð þættina Arrested Development?
Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu
Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.