Á alltaf við
 Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust
Afmælisdöðluterta
Ég hef gert þessa köku fyrir ótal afmælisveislur, fermingarveislur, jólaboð, kaffiboð o.fl.
Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum
Þetta kökubrauð passar vel sem létt síðdegiskaka/brauð með kaffi eða tei. Þessa köku er best að bera fram sama dag og hún er bökuð en einnig má frysta hana og jafnvel rista sneiðarnar.
Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum
Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.
Ananas- og gulrótarmuffins
Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.
Ananas- og kókosís
Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.
Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.
Appelsínu- og engiferkaka
Þessi kaka er án glúteins og hentar því vel fólki sem þolir glútein illa eða hefur ofnæmi fyrir því. Kakan er mjög góð með kaffinu og er frískleg á bragðið.
Austurlenskar fimm krydda grænmetisnúðlur
„Fimm-krydda" hljómar kannski flókið, en er í raun er hægt að kaupa samnefnt krydd í flestum stærri matvöruverslunum og heitir þá yfirleitt „five spice" eða „chinese five spice".
Ávaxta- og cashewhnetuís
Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.
Avocado og bananamauk
Þegar maður blandar saman avocadoi og banana þá verða einhverjir töfrar til.
Avocado- og hnetudrykkur
Þessi drykkur (smoothie) er í raun heil máltíð. Hann er fullur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Sannkölluð vítamínsprengja.
Avocadomauk
Avocadomauk hljómar kannski ekki vel fyrir suma fullorðna en avocado er svo bráðhollt að maður ætti að byrja að borða það um leið og maður getur!
Banana- mango og sveskjumauk
Þessi blanda er heppileg fyrir börn sem eru farin að tyggja litla bita. Það þarf að mauka sveskjurnar vel því oft eru litlar flyksur eftir sem litlum börnum gengur illa að kyngja.
Banana- og döðlu skyrdrykkur
Eitt kvöldið þegar ég var ein heima hérna í London (Jóhannes var í viðskiptaferð í Portúgal), var ekkert til í &i
Banana- og hnetusmjörsdrykkur
Nammi nammi, hnetusmjör og bananar eru unaðsleg blanda. Þessi drykkur er fínn eftir ræktina enda er hann stútfullur af orku, hollri fitu og próteinum.
Banana- og kókosdrykkur
Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie).
Banana-, möndlu- og jógúrtsalat
Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.
Bananabrauð
Þetta er afskaplega einföld og fljótleg uppskrift að bananabrauði.
Bananadrykkur frá Nairobi
Það var um haustið 2007 þegar við Jóhannes vorum (oft sem áður) í Nairobi. Við vorum nýkomin frá Zanzibar en þar áður höfðum við verið að lóðsa nokkra hópa fólks um Kenya.
Bananaklattar
Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).
Bananamuffins
Þessir glúteinlausu bananamuffinsar komu aldeilis á óvart því bæði ég og Jóhannes mauluðum þá með góðri lyst.
Bananamuffins
Muffinsgerðin á þessu heimili er nú alveg sér kapituli.
Bananasplitt (bakaðir bananar)
Þetta er eftirréttur sem má gera annað hvort heima eða bara úti á grillinu, á ferðalaginu, upp í sumarbústað eða hvar sem er.
Bauna- og túnfisksborgarar
Þessi uppskrift er auðveld í undirbúningi því mest af hráefninu fer í matvinnsluvél.
Baunaréttur frá Rwanda
Þegar ég var í Rwanda febrúar 2008 hitti ég stúlku að nafni Nadine í bænum Ruhengeri sem er við rætur Virunga fjallanna.