Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus. Nauðsynlegt er að nota safapressu til að útbúa þennan drykk en einnig er hægt að kaupa vínberjasafa og eplasafa og blanda saman.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Epla- og vínberjasafi

Fyrir 2

Innihald

 • 2 sæt epli, þvegin og skorin gróft
 • 3 fullar lúkur græn, steinalaus, þvegin

Aðferð

 1. Þvoið eplið og vínberin vel.
 2. Skerið eplin í mátulega stóra búta og setjið í safapressuna ásamt vínberjunum.
 3. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Nota má rauð eða blá vínber í staðinn fyrir græn.
 • Bæta má gulrót við uppskriftina fyrir enn meiri hollustu.
 • Gott er að setja lítinn bút af fersku engiferi með eplunum í gegnum safapressuna.