Coriander- og perusalsa
4. mars, 2003
Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi. Mér finnst gott að hafa það í sætari kantinum svo stillið agavesírópið af eftir smekk. Best er að leyfa salsanu að standa í ísskápnum í um klukkustund eða lengur áður en það er borið fram. Best er að setja plast yfir svo avocadoið og peran verði ekki brúnleit.
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
- Hráfæði
Coriander- og perusalsa
Fyrir 4 sem meðlæti
Innihald
- Safi úr einni límónu
- 1 rauður chili pipar, saxaður smátt
- 1 hvítlauksrif, pressað
- 2 msk fersk corianderlauf, söxuð
- 1 pera, vel þroskuð, maukuð
- 2 avocado, vel þroskuð, maukuð
- Salt (Himalaya eða sjávarsalt) og pipar eftir smekk
- 2 tsk agavesíróp
Aðferð
- Skerið chili piparinn langsum og fræhreinsið. Saxið afar smátt.
- Saxið corianderlaufin smátt.
- Afhýðið peruna og avocadoin og skerið í grófa bita.
- Setjið avocadoin og peruna í skál og stappið/maukið (ekki samt þannig að verði alveg maukað).
- Skerið límónuna til helminga og kreistið safann yfir maukið.
- Hrærið chili pipar og corianderlauf út í skálina.
- Hrærið agavesírópi út í skálina.
- Saltið og piprið eftir smekk.
- Látið salsað standa í kæli í um klukkustund.
Gott að hafa í huga
- Salatið má gera með dags fyrirvara og er þá best að pakka því vel inn í plast svo að avocadoið verði ekki brúnt.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024