maí 2011
Enska útgáfa vefjarins opnuð!!!
Jæja, þá erum við búin að opna ensku útgáfu CafeSigrun.

Gamlar uppskriftir með nýjum myndum
Upp á síðkastið hef ég verið að dunda mér við að gera uppskriftir aftur sem annað hvort höfðu ekki mynd eða voru með svo ljóta mynd að ég gat ekki lengur horft á þær. Hér fyrir neðan má finna gamlar uppskriftir með myndum/nýjum myndum. Ég er alltaf hrifnari af myndum með uppskriftum og það er oft þannig að uppskriftir á vefnum sem voru eiginlega týndar og maður tók ekki eftir, glæðast nýju lífi með því að fá mynd.
CafeSigrun frystihólfið og Orðalisti CafeSigrun
Jæja, nú er „CafeSigrun frystihólfið” orðið fullt af mat. Ég tók mig til eina helgina og gerði 16 burrito, 12 fylltar pönnukökur (crêpes) og 18 pitu-pizzur.
Guðmóðirin
Við erum búin að vera með gest núna í tæpa viku. Gesturinn er Guðmóðir Afkvæmisins og er búsett í Kenya. Hún er reyndar frá Goa, Indlandi en hefur búið í Kenya nánast allt sitt líf.
Ný uppskrift á CafeSigrun: Gulrótarkakan hans Alberts
Ég hef engu við að bæta um eldgosið (sem ég fylgist með úr fjarlægð héðan úr London) svo ég set bara inn nýja uppskrift í staðinn!
Reglulega fæ ég sendar uppskriftir frá notendum vefjarins (Lísa vinkona mín telst ekki með því hún er alltaf að senda mér girnilegar uppskriftir og ég á eftir að gera frá henni svona 200 uppskriftir). Það er alltaf gaman að lesa yfir uppskriftir frá öðrum og mest þykir mér vænt um þegar fólk sendir mér „fjölskylduppskriftir” sem hafa kannski verið í sömu fjölskyldunni áratugum saman. Stundum er fólk að senda mér uppskrift sem er þeim kær t.d. vegna sérstaks tilefnis. Það er gaman að vera treyst fyrir slíkum fjársjóðum. Ég hef ekki alltaf tíma til að prófa uppskriftir sem mér eru sendar en stundum stenst ég ekki mátið. Um daginn sendi mér notandi vefjarins, Albert Eiríksson að nafni, uppskrift að gulrótarköku sem er líka hráfæðiskaka. Mér leist svo vel á hana að ég varð að prófa. Hún stóð fyllilega undir væntingum og birti ég afraksturinn hér.