apríl 2011

Hollir kleinuhringir, það nýjasta í heilsugeiranum?

Er hægt að gera kleinuhringi holla? Er hægt að gera þá þannig að þeir séu fullir af andoxunarefnum, járni, steinefnum og vítamínum?

Samkvæmt nýjasta æðinu þá er það hægt og vel það. Notað er spelti sem er unnið á annan hátt en hefðbundið er og notaður er hrásykur og agavesíróp. Myndina af afrakstrinum má sjá hér að ofan. Mjög spennandi fyrir þá sem finnst kleinuhringir góðir en hafa þurft að neita sér um þá hingað til, heilsunnar vegna.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ég.þoli.ekki.svona.....

Ég absolútelí þoli ekki þegar fólk stelur efni frá mér. Ég legg (og Jóhannes) SVO mikla vinnu í vefinn minn og í hann fara samanlagt þúsundir klukkustunda á ári hverju.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Af sól og sykri

Takk fyrir stuðninginn varðandi síðustu færslu. Ég er að vona að fólk sem stelur efni frá mér verði að pöddum í næsta lífi og að einhverjir (sér til skemmtunar) stígi á þær.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Sammála

...og þið hélduð að ég væri að tala um Icesave he he....Bara svo það sé ljóst þá er ENGINN hér að velta fyrir sér þessu máli. Nema kannski pólitíkusarnir.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ný uppskrift: Pistachio- og kókoskúlur

Ég var að setja inn nýja uppskrift á vefinn. Mér fannst tilvalið að setja inn uppskrift að konfekti rétt fyrir páskana enda eru margir sem eru ekki hrifnir af því að kaupa tilbúin páskaegg (og ég skil það vel) og vilja frekar búa til sitt eigið nammigott. Konfektið hentar einnig vel fyrir t.d. veisluborð enda eru margir í þeim hugleiðingum þessa dagana.

Á þeim nótunum þá tók ég saman páska- og veislu uppskriftir þ.e. uppskriftir og hugmyndir sem passa vel fyrir þetta tímabil sem nú er í gangi (páskar, fermingar, útskriftir og svoleiðis húllum hæ). Samantektin verður sýnileg af forsíðunni þangað til í byrjun sumars.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Brúðkaupið

Bretar eru að missa sig yfir brúðkaupi Will og Kate.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Afmælisræpa

Þá er gamla kerlingin orðin árinu eldri.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It