febrúar 2011

CafeSigrun - Besti vefurinn í flokkinum: Besta blogg/myndefni/efnistök 2010

Ég var að horfa á upptöku af verðlaunaafhendingu íslensku vefverðlaunanna áðan (kærar þakkir Einar Þór ef þú lest þetta).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Gamlar myndir endurbættar og nýjum bætt við

Mig langaði dálítið að hafa síðustu færslu opna út árið 2011 en það þýðir víst lítið. Ég þarf bara að vinna einhver önnur verðlaun til að geta grobbað meira.

Með tilliti til þess að CafeSigrun vann verðlaun fyrir m.a. „besta myndefni” er svolítið fyndið að hugsa til þess að það er enn eitthvað af ljótum myndum á vefnum mínum (enginn er fullkominn). Það eru myndir sem ég tók um það bil árið 2005. Það eru fáar myndir sem ég tók fram að þeim tíma því vefurinn var jú ætlaður fyrir mig eina. Myndirnar sem ég tók eftir árið 2005 voru teknar á imbavél og ég var EKKERT að pæla í útliti myndanna því þær voru einungis fyrir mig til að muna svona um það bil hvernig uppskriftin leit út. Ég roðna hins vegar niður í tær þegar ég sé sumar myndirnar í dag og þær eru eins og tannskemmd í ágætlega hirtum tanngarði. Ég brosi líka þegar ég sé þær (um leið og ég roðna) því þær minna mig á ýmis tímabil á ævi minni. Ég man nákvæmlega hverja einustu mynd og aðstæður í kringum myndina, allt út frá umhverfinu, hlutunum sem ég nota á myndinni o.fl. Vefurinn minn er jú eins konar minningarbók.

Ég er í því þessa dagana að skoða gamlar uppskriftir með ljótum myndum og gamlar uppskriftir með engum myndum. Mér finnst gaman að glæða gamla uppskrift nýju lífi með betri mynd og fyrir vikið verða sumar uppskriftir eiginlega eins og bragðbetri. Ég er sannfærð um að uppskriftir bragðast betur ef það fylgir falleg mynd með. Texti fær mann sjaldan til að slefa úr áfergju en falleg mynd getur gert það. Mér finnst uppskriftabækur án mynda fullkomlega tilgangslausar (eins og landakort án kennileita). Ég verð hálf reið ef ég fletti bók með girnilegri mynd framan á og kemst svo að því að það er engin mynd inni í bókinni. Ég skelli svoleiðis bókum aftur og set umsvifalaust í hilluna aftur. Mér dettur ekki í hug að kaupa slíkar bækur og ég fussa alltaf. Eina undantekningin er bækur/ljósritið hefti sem ég kaupi á ferðalögum í Afríku, ég fyrirgef konunum í þorpunum þó þær séu ekki að standa í myndatökum he he. Ég veit líka að allar uppskriftirnar sem eru í svoleiðis heftum eru útbúnar frá hjartanu og ekki einungis til uppfyllingar.

En hér fyrir neðan eru nokkrar gamlar uppskriftir í nýjum búningi. Ég mun vinna að því smátt og smátt að uppfæra allar myndir (og bæta nýjum við). Ef það er einhver sérstök uppskrift sem þið mynduð vilja sjá mynd af, væri gaman að heyra frá ykkur. Ég lofa ekki að þær birtist fljótt en þær fara efst á listann yfir uppskriftir sem ég tek fyrir næst :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Jóhannes prílar á fjöll í Uganda og safnar áheitum fyrir górillur í leiðinni

Ubumwe - Silfurbakur í Amohoro hópnum
Ubumwe - Silfurbakur í Amohoro hópnum

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Það sem bragð er að....

Ég er búin að liggja í flensuógeði í næstum því viku. Ég er búin að vera með hrikalegt kvef, hita, hálsbólgu, hósta, beinverki, höfuðverk og hreinlega bara allan pakkann.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Grasekkjan í þorpinu

Nú er Jóhannes kominn í fyrstu búðir (Nyabitaba Hut) og allt gengur vel þrátt fyrir smávegis magakveisu.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It