Bloggið
Góð grein á íslenskt.is
Fékk þassa áhugaverðu grein senda til mín af íslenskt.is (íslenskt grænmeti) og ég er svooo sammála því sem kemur fram í henni um sykurneyslu barna:
http://www.islenskt.is/?webID=1&i=4&s=17&f=view&id=391
Mér blöskrar alveg rosalega hvað fólk á auðvelt með að gefa börnum sínum sælgæti. Ég hef svo oft séð foreldra gefa börnum sínum sem eru jafnvel innan við árs gömul súkkulaði og ís (ekki bara eitt dæmi heldur þúsund). Það er klárt mál að barnið bað ekki um það þar sem það hefur ekki einu sinni vit á þessu enn þá. Þetta eru svakalega slæm skilaboð varðandi heilsu og mataræði og ekki gott veganesti í lífið.
Punjab
Svo er Jóhannes líklega búinn að þefa upp kínverskan stað af einni kínverskri konu sem vinnur með honum. Ég vinn reyndar með einni frá Singapore en hún borðar aðallega nammi svo ég treysti ekki alveg hennar smekk. Kannski hún eigi gamla ömmu eða eitthvað sem gæti bent okkur á eitthvað sniðugt. Við höfum nefnilega ekki verið hrifin af matnum í Kínahverfinu í London. Það eru yfirleitt svona 1000 réttir á matseðlinum sem bragðast allir eins og eru syndandi í sterkju þannig að oftar en ekki er eins og maður sé að borða hor eða marglyttur eða álíka (geri lítið af því að borða hvoru tveggja, ég er þá bara að tala um áferðina). Þjónustan er yfirleitt hörmuleg (þeir grípa af manni diskana áður en maður er búinn að borða til að koma næsta viðskiptavini að) og hávaðinn er líka yfirþyrmandi. Ég hlakka til að prófa alvöru kínverskan mat. Annars ætlum við að fara að gera skurk í að prófa grænmetisveitingastaði og það er einn Hari Krishna staður hérna víst rosa góður.
Allavega við mælum með Punjab á Neal Street í London!
Sushiupphitun
Þetta var hin fínasta kvöldstund og góð upphitun fyrir Jónsa og Auðun www.audunol.com sem eru að koma í heimsókn. Við ætlum að sjálfsögðu að kíkja á Gili Gulu en það verður upphitun fyrir 2 sushiboð sem eru plönuð þegar ég fer heim í næstu viku. Veiiiiii sushi.
Hryllingskakan
OK SÁUÐ ÞIÐ þetta???? Kakan var 2ja vikna gömul en var ALVEG eins og NÝ, enginn tók eftir neinu. Ég skoðaði hana og það var ekki séns að sjá að hún væri þetta gömul!! Ég er oft svo pirruð yfir því hvað það sem ég baka geymist illa (þ.e. ef Jóhannes nær ekki að klára allt á einu bretti eins og oft gerist he he) en ég held ég sé bara mjög sátt við það. Ég gæti ekki hugsað mér að gera líkamanum það að borða þenann viðbjóð. Ojjjjjjjjj barasta.
Skipt um lögheimili :)
Hef ákveðið að skipta um lögheimili. Mun framvegis taka við pósti á 22 Torrington Place, WC1 7HJ. Ástæðan? Fann búð sem er eins og heil pláneta. Hún er FABULOUS. Við erum að tala um himnaríki fyrir hollustuspírur eins og mig. Svona 100 X stærra en Heilsuhúsið og 100 x ódýrara (svona hér um bil). Þarna er allt lífrænt ræktað, það er bakarí, bókabúð, kaffihús, kjötvörur af happy hænum og öðrum hamingjusömum dýrum, hlaðborð með mörgum réttum til að kaupa úr og heil verslun auðvitað með lífrænt ræktuðum og framleiddum vörum. GEÐVEIKT. Búðin heitir Planet Organic (Lífræn Pláneta) og ber nafn með rentu. VÁ. Ok hún er ekki eins ótrúlega flott og girnileg og Whole Foods Market http://www.wholefoodsmarket.com/ í USA en samt sem áður Gorgeous. Reyndar í mjög svipuðum stíl og Fresh and Wild http://www.freshandwild.com/ (sem er nú ekki slæmt) sem er ein uppáhalds búðin mín í London. Þessi búð sem ég var að uppgötva er rétt við Tottenham Court Road. Ef maður labbar upp Oxford Street í átt að Centre Point (frá Marble Arch) og beygir upp Tottenham Court Road, þá er hún á hægri hönd. Maður beygir bara inn á horninu á Habitat og Barclays bankanum!! Veiii við ætlum að kíkja næsta sunnudag í heilsuleiðangur!
Já af öðrum málum er það svo að frétta að ég er búin að kaupa ný eldhússkæri í staðinn fyrir þau sem innbrotsþjófarnir tóku. Þau eru beittari og stærri en þau sem við áttum og kostuðu bara 300 kall í Indverjabúð. Vildi sem sagt ekki mæta innbrotsþjófum með þessi :-( Hlakka til að fara að klippa allt sem ég hef ekki getað klippt að undanförnu. Ótrúlegt hvað mann vantar skæri oft!
Lottóvinningurinn
Já við unnum í lottóinu. Við keyptum auðvitað miða því ég átti jú lukkupening. Þar sem lottóvinningurinn var orðinn 80 milljón pund og þar sem við hefðum alveg verið sátt við svo sem eins og 1/80 af því (samt 108 milljónir sko) þá grunaði mig ekki annað en að við myndum vinna í lottóinu. Við unnum jú, vorum rosa spennt, komin með 1.....2.....3 rétta en nei það varð ekki meira. Þvílík vonbrigði :( Við vorum samt vongóð um að fá alveg nokkur hundruð pund fyrir þrjá rétta... en sáum svo seinna að líkurnar á því að fá 3 rétta er 1:39 svo þið getið ímyndað ykkur hver upphæðin var. Heil 5 pund eða álíka.
Erum annars búin að panta ferðina til Mombasa í Apríl. Jóhannes pantaði beint flug fyrir okkur þann 7. apríl - 22. apríl frá London til Mombasa, frábært að fá beint flug og þurfa ekki að skipta í Nairobi (þó ég hefði annars verið til í að skreppa á kaffihús og svona). Mér skilst að sé orðið fullt í ferðina hjá Borgari og Elínu http://www.uu.is/serferdir/kenya. Svo er Jóhannes óðum að verða tilbúinn í Mt. Kenya ferðina http://www.afrika.is/Pages/TripInfo.aspx?id=12 Mikil tilhlökkun þar.
Veðurfregnir
Aumingja Brasilíubúinn sem var plantað við hliðina á mér á skrifstofunni. Ég er með mestu reynsluna af starfsfólkinu hér á skrifstofunni í London svo því er plantað við hliðina á mér og ég er yfirleitt ungamamma í svona viku. Öllu heldur held ég að nýju fólki sé alltaf plantað við hliðina á mér til að láta það "Þola Sigs" í viku ("Going through the Sigs-week"). Er sko stundum kölluð Sigs hér). Ef nýtt fólk þolir viku við hliðina á mér, þá er það nokkurn veginn seif. Ég er sem sagt ekkert voðalega mikið fyrir að tsjatta og nenni yfirleitt ekki að blaðra við neinn nema sé talað við mig af fyrra bragði og vil að fólk sé að vinna vinnuna sína, þoli ekki hangs og rugl og ég hef yfirleitt það mikið að gera að ég hef ekki tíma fyrir eitthvað bull (já já ég veit ég á að vera opnari og allt það, er alltaf að reyna). Það hlýtur að taka á taugarnar fyrir nýtt fólk hehe. Einn gerði þau mistök að spyrja mig fyrsta daginn sinn þegar hann ætlaði að fara út í hádegismat. "Er kalt úti". Ég svaraði auðvitað: "Ok skilgreindu kulda" því í fyrsta lagi veit ég ekki hvað honum finnst kalt (komandi frá Frakklandi) og í öðru lagi er mér alltaf kalt svo það er ekki hægt að spyrja mig um hitastig. Hann var ekkert rosalega hrifinn af því svari og finnst ég eflaust merkileg með mig en ég meina hvað átti ég að segja. Ég gat í alvörunni ekki svarað spurningunni nema fá meiri upplýsingar :(
Aumingja brasilíski strákurinn sem var að byrja í síðustu viku sat svo við hliðina á mér í 2 daga. Veit ekki hvort hann gafst upp og lét færa sig eða hvað en hann sagði við mig fyrsta daginn sinn: "Það er kalt hérna í London". Ég sagði "já ég veit, þess vegna er ég í Merino ullarpeysu, bómullarpeysu og annari þykkri peysu utan yfir, með ullartrefil og í ullarsokkum, það er skítkalt og ég er að krókna úr kulda, eins og alltaf". "Já eins gott að maður klæði sig" sagði strákgreyið á mjög bjagaðri ensku. "Já eins gott, því annars deyr maður bara úr kulda". "Hvaðan ertu annars?". "Ég er frá Íslandi". "Íííííís-landi?". Hann horfði á tölvuskjáinn og sagði ekki meir. Hann horfði af og til á mig yfir daginn og sagði ekki neitt við mig og hefur voða lítið sagt við mig, enda innpakkaður í dúnúlpu mest allan daginn. Við erum góð saman í kuldakastinu á meðan hinir eru á bol. Held hann hafi í alvöru haldið að ég væri að gera grín að honum því flestir halda að vetrartíminn í London sé eins og hitabylgja yfir sumartímann á Íslandi, sérstaklega þeir sem koma úr 40 stiga hita í Brasilíu he he. Er annars að spá í að setja upp skilti á skrifborðið mitt: "Engar veðurupplýsingar fáanlegar hér" :)
Urban Mania Ltd.
Við erum annars búin að vera að rífast yfir því hver eigi að vera Managing Director o.s.frv (Framkvæmdarstjóri). Það þarf að vera einn ritari og svo framkvæmdarstjóri en til að tryggja heimilisfriðinn held ég að við verðum bæði skrá sem MD (eiiiiiins gott líka, glætan að ég ætli að vera ritari. Þó ég skrifi betur þá getur kjeeeeeeeelllllinnn sko vel verið ritari). Jóhannes ætlar aftur á móti að borga mér 1 krónu meira í laun en hann fær og krefjast þess að mér verði vikið úr starfi vegna kynjabundinnar mismununar he he. Þetta verður fróðlegt.
Já hvað gerir Urban Mania Ltd.? Góð spurning..... Seljum "pappír og berjaljós" kannski? Nei nei, þetta verður tölvutengd ráðgjöf eins og það heitir og eins og ég segi, þetta er til þægindaauka frekar en nokkuð annað :). Speeennnnandi. Allavega kúl að eiga fyrirtæki í London, nú má Baugur Group, Kaupthing Group og öll þessi Group fara að vara sig.
Afsaki hlé
Jóhannes er að uppfæra bloggið mitt svo ef verða einhverjar truflanir á útsendingu næstu daga þá "afsakið hlé" bara :) Þið ættuð ekki að verða vör við neitt en EF svo skyldi vera þá vitið þið af hverju.
Skrýtinn dagur
Já eitthvað furðulegt fólk í kringum okkur í dag. Við fórum í ræktina áðan. Veiiii í fyrsta skipti sem ég fer í 5 vikur. Á eftir að deyja úr harðsperrum á morgun í efri partinum. Get ekki tekið neðri partinn alveg strax, enn þá bólgið og vitlaust hnéð. Samt gott að fara í ræktina, þó sé ekki nema til að viðra íþróttafötin. Alveg nauðsynlegt.
Allavega þessi dagur er búinn að vera eitthvað spes. Þegar við vorum á leiðinni í gymmið var maður sem labbaði á eftir okkur í dáldinn tíma. Hann tók fram úr okkur eftir smá spöl og sagði "eruð þið að fara á bátasýninguna??". Ööööööö nei sögðum við (enda held ég að bátasýningar í London séu afar sjaldgæfar sko, svona af því að London er ekki mjög nálægt sjó). Hann labbaði því næst fram úr okkur og fór beint í kínversku kirkjuna sem er í einni hliðargötunni. Hann var samt ekkert kínverskur. Kannski ítalskur, eða grískur en alls ekki kínverskur. Ég sem hélt alveg niðri í mér andanum þegar hann spurði. Var alveg viss um að þarna væri komin lukkan okkar..... að hann ætlaði að gefa okkur snekkju.....eða eitthvað annað fínt. En nei nei ekkert svoleiðis :( Var heldur ekki með lukkupeninginn í vasanum akkúrat þá. Kannski hefði hann gefið okkur fínan bát?
Jæja, við fórum í ræktina og svo heim og þar beið eftir okkur balletsmiðurinn góði. Við heyrðum flautið í honum langar leiðir. Hann spurði okkur þegar við komum hvort að hefði verið rosa partí hjá okkur í gær, hann hefði heyrt í glösum brotna, hárri tónlist og í fullt af fólki. Hann var MJÖG sannfærandi, með rosa balletsveiflur í höndunum og leikræna tilburði. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum verið mjög róleg, við tölvurnar að vinna (mjög sorgleg bæ ðe vei, á laugardagskvöldi) en hann sannfærði okkur eiginlega um að við hefðum verið með rosa partí (að minnsta kosti að hefði verið fullt af fólki í hausnum á okkur, svo sannfærandi er hann). Svo sagði hann "Nei bara að skálda sko, ég er svo leikrænn alltaf". Við föttum ekki aaaaalveg húmorinn hjá honum. Hann á það til að horfa á hurðina sem hann er búinn að vera að laga og segja "en fallegt, en fallegt, ég er svo klááááár, svooo klááár", bara við sjálfan sig. Held hann sé líka skotinn í aumingja Howard á efstu hæðinni (sem er um 60 prófessor og býr einn). Balletsmiðurinn er samt giftur japanskri konu og á barn og allt það, það þarf nú ekki að segja alla söguna samt. Hef heyrt balletsmiðinn segja tvisvar sinnum við Howard. "Mikið líturðu vel út núna Howard, svo fallegur frakkinn þinn sem fer þér svo vel". Aumingja Howard roðnar bara. Kannski að Howard sé skotinn í balletsmiðnum???
Er búin að vera rosa dugleg annars í eldhúsinu og búin að baka fullt (sjá tenglana hérna fyrir neðan). Paul sagði við Howard þegar Howard var að smakka Pistasjóbrauðið "And she made them with her fair hands" (og það fylgdi með góð sveifla á höndunum). Allt sem hann segir og gerir er eins og hann standi á sviði og sé að flytja söngleik. Ég hugsa að hann teygi fyrir og eftir vinnu, geri svona alvöru teygjuæfingar með slá og alles. Ef hann pússar spýtu þá beygir hann sig eins og hann sé í balletsveiflu. Hann tekur alveg sóló ef hann þarf að saga eða negla nagla. Mjöööög spes náungi. Indæll... en speeeeeees..
Já hér er það sem ég er búin að vera að baka yfir helgina. Mæli sérstaklega með Pistasjóbrauðinu, var ekkert smáááá gott.