Uppskriftir
Djúsí, óbökuð hnetukaka
Það er gott að taka fram gamlar og góðar uppskriftir og endurnýja þær. Ég skellti í þessa í gær og smellti auðvitað af mynd.

Ný uppskrift: Hnetusmjörskaka
Það hafa margir verið að bíða eftir þessari og loksins er hún komin á CafeSigrun vefinn.
Ný uppskrift: Kakó- og heslihnetutrufflur
Þessar trufflur (og mögulega jólakonfekt...) geri ég þegar ég vil gera vel við mig og mína. Eða nei, það er eiginlega lygi....ég geri þær þegar mig langar í eitthvað fáránlega gott.
Ný uppskrift: Ostakaka með rifsberjasósu
Það er nú svo merkilegt með rifsberin að ég hef aldrei, á ævinni, gert nokkurn skapaðan hlut úr þeim. Þrátt fyrir að hafa haft gott aðgengi að rifsberjarunnum í gegnum tíðina.
Ódýrt og einfalt: 13 hollar uppskriftir
Það getur verið erfitt að eiga lítinn aur og vera samt að reyna að borða hollt. Matur þarf að vísu ekki alltaf að kosta hálfan handlegg þó hann sé hollur.
Pride uppskrift CafeSigrun 2016 lítur dagsins ljós!
Að lifa lífinu án fordóma og harðra dóma er eitthvað sem ég lifi eftir.
Ný uppskrift: Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)
Þessi kaka er klárlega með þeim flóknari á vefnum mínum. Að minnsta kosti svona fljótt á litið.
Thailenskar fiskikökur með sesamsósu
Ég er sérlega hrifin af fiskikökum sem þessum því bragðið er margslungið og ríkulegt án þess að fiskurinn yfirgnæfi. Sesamsósan gerir líka algjörlega punktinn yfir i-ið.
Ný uppskrift: Möndlu- og kínóasmákökur (glútein- og mjólkurlausar)
Ég var að bæta þessari uppskrift inn á vefinn.....mjólkur- og glúteinlausar möndlu- og kínóasmákökur. Þær eru snilldaruppfinning þó ég segi sjálf frá og algjörlega unaðslegar með kaffibolla.
Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu
Þessi dásamlega súpa er ekki ný svo sem en ég uppfærði myndina um daginn. Það er gaman að finna ljótar myndir og gera þær betri, ekki síst þegar uppskriftin er svona ljúffeng eins og þessi hér.
