Ný uppskrift: Ostakaka með rifsberjasósu

Það er nú svo merkilegt með rifsberin að ég hef aldrei, á ævinni, gert nokkurn skapaðan hlut úr þeim. Þrátt fyrir að hafa haft gott aðgengi að rifsberjarunnum í gegnum tíðina. Ég stalst gjarnan yfir til nágranna hér í bernsku til að næla mér í rabarbara og rifsber en lengra náði samneyti mitt við rifsber ekki, þangað til núna. Ég á að vísu rifsberjarunnan en uppskeran var heil fjögur ber í ár. Ég kenni fuglunum um en á erfitt með að vera reið út í fuglana fyrir að draga sér björg í bú. Í foreldrahúsum var uppskeran af rifsberjum óvenju góð þetta árið og ég gat hreinlega ekki slegið hendinni á móti þessum fallegu rauðu berjum sem eru sprengfull af C vítamíni.

Ég er ákaflega hrifin af ostakökugrunninum sem ég hef notað í um 13 ár ótrúlegt en satt svo ég notaði hann hér líka. Í þessari köku er töluvert minna af sykri en maður myndi finna í hefðbundinni ostaköku og hefðbundinni rifsberjasultu (2/3 minna), enda er þetta sósa frekar en sulta. Og það er allt í lagi. Enginn er verri þó hann sé sósa.

Rifsberjasósunni hellt á ostakökuna

Rifsberjasósan komin á, kakan fer að verða tilbúin!

Ostakakan, tilbúin á veisluborðið. Nammi namm!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It