Ódýrt og einfalt: 13 hollar uppskriftir
Það getur verið erfitt að eiga lítinn aur og vera samt að reyna að borða hollt. Matur þarf að vísu ekki alltaf að kosta hálfan handlegg þó hann sé hollur. Það sem til þarf er útsjónarsemi og svolítil fyrirhyggja. Alltaf er best að kaupa meira magn en minna og frysta það sem útbúið er umfram. Hér hef ég tekið saman 13 uppskriftir sem ég ætti kannski að kalla Uppskriftir fyrir blanka háskólanema en eiga vel við fyrir alla þá sem vilja hugsa um það sem þeir setja ofan í sig án þess að þurfa að taka bankalán. Munið bara að skyndibitinn er alltaf verstur, bæði fyrir buddu og maga.