Ný uppskrift: Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)

Þessi kaka er klárlega með þeim flóknari á vefnum mínum. Að minnsta kosti svona fljótt á litið. En þetta er svona kaka sem ég geri þrátt fyrir að ég sé búin með allar afsakanir fyrir tilefnum (afmæli, jól, páskar o.s.frv.) því þó hún sé svolítið maus, er hún samt alveg þess virði. Kakan er auðvitað pakkfull af hollustu með öllum sínum vítamínum, trefjum, próteini, hollri fitu og allt það....en hún er mjög hitaeiningarík líka og inniheldur hlynsíróp svo hún er engin megrunarkaka svo sem...enda á hún ekki að vera það, það á enginn að fara í megrun, ever, það er aldrei sniðugt. Kökuna þarf maður að útbúa með svolitlum fyrirvara en hún bætir og kætir á alla vegu svo endilega brettið upp ermarnar!

Alveg hreint ljómandi góð hráfæðiskaka og nokkuð holl

Það verður enginn svikinn af þessari þriggja laga dásemdarköku

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It