Thailenskar fiskikökur með sesamsósu
Ég er sérlega hrifin af fiskikökum sem þessum því bragðið er margslungið og ríkulegt án þess að fiskurinn yfirgnæfi. Sesamsósan gerir líka algjörlega punktinn yfir i-ið. Börnin eru sjúk í þessar fiskikökur og sama gildir um fullorðna fólkið á heimilinu. Þær eru líka æðislegar inn í vefjur og jafnvel gróft pítubrauð.