Ný uppskrift: Möndlu- og kínóasmákökur (glútein- og mjólkurlausar)
Ég var að bæta þessari uppskrift inn á vefinn.....mjólkur- og glúteinlausar möndlu- og kínóasmákökur. Þær eru snilldaruppfinning þó ég segi sjálf frá og algjörlega unaðslegar með kaffibolla. Sérstaklega á rigningardögum. Eða eftir langan vinnudag. Eða þegar börnin eru búin að vera krefjandi......Eða kannski þarf maður enga afsökun til að búa þær til.....