Páskakonfekt

Það er óskaplega gaman að búa til sitt eigið páskaegg og hér er uppskrift með greinargóðum leiðbeiningum að heimatilbúnu páskaeggi. Það er líka dásamlegt að vita það að ekkert af draslinu (E-efnum allskyns þ.m.t. litarefnum og sykri) í keyptu páskaeggi sé til staðar í manns eigin. Börnin eru ekki mjög ósátt við að búa til sitt eigið, brjóta súkkulaðið (tækifæri til að sleikja fingur), bræða súkkulaðið (tækifæri til að sleikja skálar) og pensla í mótið (aftur tækifæri til að sleikja fingur). Þetta eru allt handtök sem gott er að læra fyrir krakka og svo lengi sem maður fylgist með heitum hellum og heitu vatni, er ekkert því til fyrirstöðu að þau fái að vera með. Gleðilega páska!

Heimatilbúið páskaegg, svo gómsætt

Heimatilbúið páskaegg

Páskakonfekt og páskaegg, allt heimatilbúið

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It