Tvær dásamlegar grænmetissúpur (báðar vegan)

Þessar dásamlegu súpur eru upplagðar í janúar og ekki síst af því að nú er veganúar (einungis vegan uppskriftir í janúar) í fullum gangi. Báðar uppskriftirnar eru svo sniðugar að því leytinu að gera má þær í miklu magni til að hafa í kvöldmat, jafnvel hádegismat daginn eftir. Til að drýgja matinn enn frekar, og spara tíma, má sjóða quinoa korn eða hýðishrísgrjón og bera fram með súpuafgangi þannig að súpan verði í raun sósa. Þetta gerum við gjarnan ef við eigum til súpuafganga sem duga ekki fyrir alla fjölskylduna. Ég er þekkt fyrir að fleygja aldrei mat og svona má drýgja matinn vel og lengi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It