Veganúar á CafeSigrun

CafeSigrun og Veganúar

Þó ég sé ekki vegan sjálf þá er ég mjög hrifin af þeirri hugsun sem tengist því að nota ekki dýraafurðir í mat né til annarra nota. Ég reyni alltaf að nota vegan matvörur í matinn minn og hef t.d. ekki drukkið mjólk í um 5 ár. Ég nota aldrei gelatin í mat. Sjálf neyti ég ekki kjöts en borða fisk og egg. Þó minna af fiski en ég gerði eitt sinn verð ég að viðurkenna. Kjöt eða egg úr öðru en velferðarbúskap myndi ég aldrei nota og ef ég mögulega hef tök á, kaupi ég t.d. lífrænt framleidda jógúrt og helst úr velferðarbúskap. Þó ég sé ekki vegan fer óskaplega í taugarnar á mér þegar fólk heldur skammarræður yfir fólki sem aðhyllist vegan lífsstíl. Sama má svo sem segja um grænmetisætur, ég predika ekki yfir fólki um grænmetismat og ætlast til þess að aðrir prediki ekki yfir mér um hvað grænmetisætur séu mjóar, vannærðar og þar fram eftir götunum. Trúið mér, á 15 árum hef ég heyrt allt! En allavega.... CafeSigrun var boðið að vera með í Veganúar sem er bráðskemmtilegt og hvet ég sem flesta til að taka þátt. Ég tók saman nokkrar uppskriftir sem eru vegan eða mjög auðvelt að gera vegan og vonandi njótið þið vel óháð mataræði eða lífstíl. Ef þið hafið efasemdir um vegan mat, hafið þá í huga að langflestar af dásemlegu hráfæðiskökunum sem þið hafið (örugglega) smakkað, eru vegan :) 

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It