Jólakaka með ensku ívafi

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki aðdáandi númer eitt þegar kemur að jólakökum sem þessum. Ég er aftur á móti óskaplega hrifin af dásamlegu lyktinni sem fyllir hús og vit þegar þær eru í ofninum. Hún ætlar mann lifandi að drepa! Jóhannes aftur á móti getur varla haldið jól nema þessi kaka sé á borðunum og aðventan hefst yfirleitt á því að ég hræri í jólakökuna vinsælu. Hún er afskaplega holl, laus við allan viðbættan sykur.

Jólakaka - aðventan hefst með bakstri hennar

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It