CafeSigrun bókin kemur út og þér er boðið í útgáfuteiti!
Ótrúlegt að komið sé að þessu...uppskeruhátíðin ef svo má segja, eftir öll þessi ár :) Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir (og þar með talið ég)....að CafeSigrun bókin er að detta inn í verslanir! Á fimmtudaginn næstkomandi (1. október) kl. 17-19 í Pennanum Austurstræti 18, ætla ég að hafa útgáfuteiti og þér lesandi góður er boðið í teitið!
Í bókinni eru yfir 200 nýjar uppskriftir og nokkrar til viðbótar klassískar af vefnum. Bókin verður seld á sérstöku tilboðsverði í útgáfuteitinu. Láttu þig ekki vanta!
Sé ykkur hress á fimmtudaginn. Nánar um útgáfuteitið á Facebook síðu CafeSigrun.
er boðið :)