Ný uppskrift: Rabarbarabaka (crumble)

Þetta er nú meiri snilldarbakan. Auðveld í undirbúningi og framkvæmd og bragðast alveg hreint dásamlega vel. Það er ekki ónýtt að eiga svolítið af heimatilbúnum vanilluís eða þeyttan rjóma með kökunni (þ.e. ef þið eruð ekki með mjólkuróþol eða ef þið eruð ekki vegan). Uppskriftin sjálf er vegan, án eggja og án mjólkur og auðvelt að gera án fræja (sleppa múskati) og án hneta (nota heilt bókhveiti í staðinn). Ég hef gert tilraunir með þessa uppskrift í nokkur ár í London en keypti alltaf rabarbarann í búðinni. Nú er ég að nota rabarbarann sem vex í garðinum mínum og ég get svo svarið það að bakan er 100 sinnum betri!

Ilmandi fín rabarbarabaka

Volg rabarbarabaka er eitt það besta sem til er í heiminum!

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

ErnaSigursteinsdóttir
16. júl. 2015

hef áhuga á að prófa þessar girnilegu uppskriftir

sigrun
16. júl. 2015

Endilega prófa sem mest!