Ný uppskrift: Kanilsnúðar!

Ég var að setja inn þessa fínu uppskrift að kanilsnúðum sem ég er búin að vera með í kollinum í mörg ár en aldrei komið því í verk að setja á blað fyrr en nú. Uppskriftin er fremur lítil svo þið viljið kannski tvöfalda hana ef þið eruð mörg í heimili.....ég lofa því að meðlimir heimilisins munu sópa upp snúðana. Þeir eru einnig ferlega fínir í frystihólfið því það má hita þá upp varlega síðar og borða sem nýja!

Dásamlegir, nýbakaðir kanilsnúðar í hollari kantinum

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It