Páskahugmyndir!

Páskakonfekt

Eitt af því óhollasta sem við látum ofan í okkur er keypt páskaegg. Ef þið trúið mér ekki getið þið kíkt á innihaldslýsingu páskaeggs nr 2 og upp úr. Listinn er langur og óskiljanlegur. Eitt lítið páskaegg er kannski ekki svo slæmt en börn og fullorðnir borða heilu kílóin af súkkulaði og sykri yfir páskahelgina. Ekki gott mál.

Ég hef á síðustu árum farið þá leið að útbúa páskaeggin mín sjálf og börnin hlakka yfirleitt ákaflega mikið til. Ef fólk er með ofnæmi eða óþol er þetta líka besta leiðin því gera má eggin sín mjólkurlaus, eggjalaus, sykurlaus, glútenlaus, hnetulaus, vegan og allt mögulegt. Stundum fer ég þá leið að gera öðruvísi og óhefðbundin páskaegg og þau finnst mér skemmtilegast að útbúa því þá notar maður hugmyndaflug að vopni. Yfirleitt er ég með 2 egg. Annað er stórt pappaegg fyrir eitthvað eins og sokka eða smádót og hitt lítið pappaegg fyrir blandaðar hnetur og rúsínur, dökkt súkkulaði með hrásykri, eða heimatilbúið konfekt. Hér deili ég með ykkur alls konar öðruvísi hugmyndum fyrir páskana, sumar eru gamlar og aðrar nýjar en ég vona að þið njótið vel.

Ef þið kaupið tilbúið páskaegg, hafið stærðina þá í huga. Fyrir börn er hæfilegur skammtur af sykri talinn í kringum 10 grömm á hvert aldursár, einu sinni í viku (t.d. fyrir 3ja ára barn væru það 30 grömm einu sinni í viku og inn í því felast gosdrykkir, sælgæti, kex með sykri, morgunkorn með sykri o.s.frv.). Þetta gildir ekki einvörðungu um páskaleytið heldur allan ársins hring! Það er nokkuð ljóst að börn fá allt of mikið af sykri og eitt lítið egg ætti að vera hæfilegt flestum yngri börnum (sem ótrúlegt en satt flestum finnst óraunhæft sem sýnir hvað við erum orðin bjöguð í neyslunni). Sé meira í boði má geyma eggin og borða þau síðar, það þarf ekki að gúffa allt eggið/öll eggin á einni helgi!

Páskahugmyndir

Hollari páskahugmyndir

Hollara páskanammi

Skemmtileg páskagjöf

Páskahugmyndir með heimatilbúnu konfekti

Glútenlaust, mjólkurlaust og vegan páskanammi

Heimatilbúið páskanammi er auðvelt að gera vegan, mjólkurlaust og glútenlaust

Heimatilbúið páskanammi í poka

Öðruvísi páskaegg. Það er gaman að gefa fallega páskagjöf með heimatilbúnu konfekti

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It