Vatnsdeigsbollur -uppfærð uppskrift og ný mynd

Ég var aðeins að dusta rykið af vatnsdeigsbolluuppskriftinni minni og færa hana í nýrri búning. Ég bætti líka uppskrift að glassúr við því mér finnst hann léttari en súkkulaðið (bollur + rjómi + sulta er eiginlega alveg nóg). Ég notaði erythritol í glassúrinn og er hann því alveg sykurlaus. Börnin voru óskaplega hrifin af þessum tilraunum mínum og það voru glöð börn sem þjófstörtuðu bolludeginum í gær!

Vatnsdeigsbollur með glassúr (án sykurs)

Vatnsdeigsbollur sem eru auðveldar í undirbúningi

Hrikalega gómsætar bolludagsbollur

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It