Uppskrift að smjöri?

Það fór þó aldrei svo að á CafeSigrun yrði ekki uppskrift að smjöri!

Oft spyrja gestir hvaða smjör ég sé með á borðum. Ég borða reyndar ekki smjör en það gera börnin mín (og mikið af því). Vandinn er að finna eitthvað sem er án aukaefna en samt smyrjanlegt. Ég hef farið þá leið að útbúa mína eigin útgáfu í hlutföllunum: 60% hreint, íslenskt smjör og 40% jómfrúarolía. Það er líka frábært að geta stillt saltmagnið sjálfur og bætt út í smjörið t.d. kryddjurtum o.fl. Þessi hlutföll má líka nota með kókosolíu og jómfrúarolíu. Hefðbundið smjör er mjög saltríkt (nema það sé hreint) og er ein af ástæðunum fyrir því að það virðist nánast vananabindandi fyrir suma. Ef þið takið saltið út er allt annað uppi á teningnum!

Smjör og ólífuolía

Aðeins hollara smjör!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It