Æsispennandi fréttir frá CafeSigrun

Hrákaka sem verður í bókinni

Ég hef heldur betur spennandi fréttir. Ég (þ.e. CafeSigrun) er búin að skrifa undir bókasamning hjá Forlaginu! Ég auðvitað svakalega hlakka mikið til að deila með ykkur fullt af nýjum uppskriftum en útgáfudagur verður tilkynntur síðar. Á Facebook er ég búin að deila smá sýnishornum af myndum síðustu mánuði en nú fer ég að leggja lokahönd á handritið....endaspretturinn er í gangi. Ég leyfi ykkur að fylgjast með framvindunni. Þetta er svakalega spennandi!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

JóhannaSH
10. ágú. 2014

Frábært - innilega til hamingju! :* Löngu tímabært að það komi bók frá þér :-)

sigrun
10. ágú. 2014

Takk JóhannaSH :)