Grjónagrauturinn góði....ný mynd og uppfærð uppskrift!

Hæ hó. Ég er búin að liggja í dvala. Eða eiginlega, öllu heldur er ég búin að vera á milljón og hefur þessi hluti lífs míns setið á hakanum. Eins og mér þykir gaman að skrifa og elda og skrifa og elda og skrifa og elda.....þá gagnast það víst lítið í klínískri sálfræði. Til einkunnar meina ég...að tala um mat þegar maður á að vera að hugsa um geðklofarófsraskanir og áráttu- og þráhyggju og svoleiðis. Ég er orðin hálfur klínískur barnasálfræðingur. Pælið í því! Það finnst mér magnað því mér finnst ég bara nýbúin með MSc námið í heilsusálfræði. Enda er bara eitt ár síðan við fluttum hingað til Íslands og ég kláraði námið í nóvember síðastliðinn á meðan ég var að byrja í klínísku sálfræðinni. Svo það hefur verið nóg að gera með 2ja og 4ra ára lítil kríli sem eru farin að segja við hvort annað í leik „heyrðu nei ég er bara upptekin núna og get því miður ekki leikið við þig...ég er nefnilega að fara í próf”. Úff það var strembið að heyra. En þessi börnum er ekki hægt að vorkenna...það er verri vanræksla til heldur að móðirin afli sér frekari menntunar. Svo hefur pabbi þeirra verið á við 20 manns og ég hefði aldrei getað þetta án hans. Svo ég skulda honum 8,436 smákökur.

En nóg um það. Ég var að setja inn nýja mynd af grjónagrautinum góða ásamt uppfærðri uppskrift þar sem pottinum er pakkað inn í handklæði. Það er eina vitið við að elda grjónagraut.

En fyrir ykkur sem eruð á Twitter, Facebook og Instagram þá er ég þar líka ef þið viljið finna mig!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It