Að vera eða ekki vera daðla
Fyrir þá sem hafa búið erlendis, í stórborgum eins og London, Kaupmannahöfn, Berlín o.fl. stöðum þá er einn af stóru kostunum að geta keypt ávexti- og grænmeti af þeim sem eru að selja slíkt á förnum vegi. Þeir eru með fastan samastað og alltaf er biðröð eftir einhverju til að kaupa. Svo er misjafnt hvað er verið að selja, allt eftir því hvað er „in season”. Á hverjum degi rölti égi með eldra Afkvæmið úr leikskólanum og kem við og kaupi eitthvað til að gogga í á leið heim og gríp svo ávexti/grænmeti með fyrir daginn. Það er góður siður finnst mér því flest börn sem ég sé halda á einhverju drasli eins og ostastrimlum (cheese strings), sælgæti eða Mc Donalds á leið heim úr skóla/leikskóla. Það sem Chris selur er reyndar ekki alltaf lífrænt ræktað en í staðinn þá reynir hann yfirleitt að kaupa beint af bændum í Englandi.
Í síðustu viku var Chris að selja döðlur. Hér má sjá myndir af döðlum eins og þær eiga að líta út og svo döðlum eins og þær eru seldar út íbúð....nánast óþekkjanlegar frá sínu ferska formi, þurrar, litlar og harðar. Fersku döðlurnar eru svo mjúkar að þær nánast bráðna í munninum. Ferskar döðlur þarf ekki að leggja í bleyti t.d. ef maður notar þær í kökur eða muffinsa og smoothie-a og þær eru svakalega góðar sem sætugjafi, það þarf töluvert minni sykur/hrásykur. Þessar þurrkuðu eru ágætar til síns brúks en ekki samanburðarhæfar hvað bragð og áferð varðar.