MSc rannsóknarverkefnið mitt

Jæja. Nú er komið að því....ég er að undirbúa MSc rannsóknarverkefnið mitt í Heilsusálfræði frá University of Westminster sem vill svo til að er á Regent Street fyrir þá sem þekkja til (beint á móti stóra Starbucks-inum, rétt hjá BBC húsinu). Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri stað til að vera á í skólanum og tíminn hefur verið frábær. Mér hefur gengið mjög vel og allt hefur hjálpast að, ég er með frábæra aðstoð í formi Sigríðar barnapíu sem hjálpar mér hálfan daginn, Jóhannes gerir mér kleift að sinna náminu og börnin fara snemma að sofa og sofa í 12 tíma (nema þegar þau eru lasin). Og talandi um svefn. Rannsóknin mín snýst einmitt um svefnhegðun 3-12 ára barna. Og mig langar að biðja foreldra barna á þessum aldri (aðeins þarf að fylla út fyrir eitt barn og má velja barn af handahófi til að taka þátt). Rannsóknina má finna hér:http://tinyurl.com/ctstq47 og hún er að sjálfsögðu nafnlaus. Innilegar þakkir til ykkar sem eruð nú þegar búin að taka þátt.

Í þakklætisskyni setti ég inn uppskrift á FB síðuna mína sem þið getið kíkt á.  Myndina sem fylgdi uppskriftinni sjáið þið hér að neðan.....

Dásamlega góð smákökuuppskrift

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It