Vinsælustu uppskriftirnar 2012
Það heimsóttu yfir 1 milljón (unique visits) manns vefinn minn (forsíðuna) á árinu sem eru að líða. Það er svimandi há tala!
Vinsælasta uppskriftin var uppskriftin að bananabrauðinu og var hún sótt af yfir 10 þúsund manns. Ég tók saman lista yfir 20 vinsælustu uppskriftirnar sem má sjá hér fyrir neðan. Pecankakan var 20. vinsælusta uppskriftin og hana sóttu yfir 3400 manns.
Ég vil nota tækifærið til að þakka fyrir árið sem er að líða (sérstaklega ykkur sem voruð svo sæt að skilja eftir falleg komment og hlý orð) og ég óska ykkur alls hins besta 2013!
Ummæli
31. des. 2012
Takk sömuleiðis. Vefurinn þinn hefur hjálpað mér mikið að breyta mataræði mínu til hins betra á árinu 2012. Nú er bara að gera enn betur og að sjálfsögðu er þessi vefur grunnurinn að því :) Takk fyrir mig.
04. jan. 2013
Takk Rúna Magga og gangi þér sem allra best, ég er glöð ef ég get hjálpað :)
03. jan. 2013
Takk svo mikið fyrir þessa síðu, Sigrún! Það er ekki bara að hér sé hægt að finna fullt af girnilegum og hollum uppskriftum, heldur er þessi síða alveg dæmalaust falleg og vel upp sett! Það er eitthvað sem ég kann ofsalega vel að meta :-)
Já og gleðilegt nýtt ár! Megi nýja árið færa þér og fjölskyldu þinni ómælda gleði :-)
04. jan. 2013
Takk Jóhanna og gleðilegt ár sömuleiðis :)
04. jan. 2013
Takk sömuleiðis fyrir frábæran vef sem ég notast við vikulega. ætli bláberjaklattarnir sé ekki mest sótta uppskriftin frá þessu heimili :) nánast beðið um þá daglega hér :)
04. jan. 2013
Takk Guðný og gaman að heyra...Það gleður mig að bláberjaklattarnir séu vinsælir...þarf einmitt að fara að setja nýja mynd :)
08. jan. 2013
Takk fyrir vefinn þinn Sigrún. Hann er óþrjótandi viskubrunnur :) Megi nýtt ár færa þér og þínum gæfu og gleði.
Kveðja Stína sem hefur fylgst með í ansi mörg ár :D
08. jan. 2013
Takk Stína fyrir að láta heyra í þér og sömuleiðis :)
08. jan. 2013
Sæl takk fyrir spennandi og góðar uppskriftir og fallega siðu, nú ætla ég að prófa "Fiskisúpu frá Miðjarðarhafinu" spennandi verður að smakka hana
Takk fyrir mig
08. jan. 2013
Takk fyrir, vonandi heppnast súpan vel :)