Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum

Krókódíllinn og flóðhesturinn

Svo þarf að þefa af kökunni....oft

Sigríður barnapía (sem við köllum frekar hjónabandsbjargara en barnapíu) fær köku að eigin vali þá daga sem ég er í skólanum. Það eru langir dagar og nánast engin pása fyrir hana greyið og þess vegna er gott að eiga eitthvað gott að narta í. Í gær varð þessi kaka fyrir valinu og þar sem engin mynd var til af kökunni á vefnum (enda ein af þessu eldgömlu uppskriftu sem maður gleymir eiginlega) og ég smellti af mynd áður en ég fór í skólann. Það gengur ekki alltaf vel að taka myndir með 20 aukafingur í kringum sig. Auðvitað þarf að passa að krókódíllinn (rauðu ofnhanskarnir) borði ekki flóðhestinn (kökubrauðið) og svo þarf að gefa flóðhestinum (kökubrauðinu) að borða (gula tappann)..........Svo þarf auðvitað að þefa af kökunni.....oft og mörgum sinnum. Af 20 myndum eru yfirleitt 1-2 sem eru nothæfar og svo þarf að passa að yngra skrímslið, 16 mánaða (sem skilur ekki hugtök eins og „ekki setja símann í klósettið”) bíti ekki í kökuna á meðan maður er að taka mynd. Svo á meðan hann fær eitthvað dót lánað til að skoða (t.d. síma), þarf maður að vera fljótur að smella af.

En í hádeginu þegar ég kom heim úr skólanum til að fara með eldra afkvæmið (sem er á mynd, 3ja ára) í leikskólann fékk ég þessa tilkynningu: „Mamma! Kakan var ÆÐISLEG!”.......Það er nú ekki leiðinlegt!

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It