Ljótri mynd skipt út......
Árið 2005 þegar ég byrjaði að taka myndir fyrir vefinn minn, var ég EKKERT að velta fyrir mér hvort að fólk væri að skoða myndir á vefnum mínum. Myndirnar tók ég svo að ég myndi CIRKA muna eftir því hvernig maturinn sem ég var að útbúa liti út. Oft smellti ég bara af með flassi, í rökkri, ekkert að velta fyrir mér bakgrunni né nokkru öðru. Ég er enn að finna þessar myndir á vefnum mínum og mér líður eins og vefurinn sé með tannskemmdir. Þegar ég hef tíma reyni ég að gera uppskriftina upp á nýtt, taka aðra mynd og gera hana aðeins skikkanlegri. Þessi kaka hér fyrir neðan er gott dæmi um hversu hörmulegar myndirnar geta verið og svo er sú fyrir neðan aðeins skárri...í það minnsta litríkari. Þetta er kakan sem ég útbjó fyrir þriggja ára afmælisskvísuna. Hún var himinlifandi með kökuna.
Gamla myndin af dökku súkkulaðikökunni án súkkulaðis
Nýja myndin af dökku súkkulaðikökunni án súkkulaðis....aðeins litríkari!
Kökudiskurinn sleiktur....það hlýtur að vera góðs viti!
Ummæli
15. sep. 2012
Vaaaaaá hvað þetta er girnileg kaka, heppin Embla!! :)
15. sep. 2012
Takk Þóranna :)
15. sep. 2012
Sæl Sigrún. Mér líst virkilega vel á þessa uppskrift, þar sem ég er með óþol fyrir mjólk, eggjum og glúteini. En það er samt smá vandamál... Bananar fara ekki vel í mig. Er hægt að nota t.d. eplamauk í staðinn fyrir banana, eða dettur þér eitthvað annað í hug?
Kær kveðja,
Guðný
16. sep. 2012
Þú gætir notað þykkt eplamauk í staðinn (gott að láta það í fíngata sigti í smá stund) því ef maukið er of vatnskennt lekur það meira til og bæði kakan og sósan verða of fljótandi. Þú getur líka sett svolitla kókosolíu til að bæta upp fyrir bananaleysið og borið kökuna fram kalda, hún verður aðeins stífari við það.
Vona að þetta hafi hjálpað
Kv.
Sigrún
16. sep. 2012
Ég ætla að stofna undirskriftalista til að fá þig til að setja neðstu myndina af dótturinni á vefinn. Það er langbesta myndin og segir allt um áhrif kökunnar. Ég trúi því ekki að til sé sú manneskja sem hefur ekki sleikt diskinn eftir að hafa borðað þessa köku ;-)
16. sep. 2012
Hí hí...það má skoða það :)
24. sep. 2012
Falleg litla dóttirin.