Þriggja ára afmælisskonsa

Embla

Þessi krullhærða og græneygða afmælisskonsa er 3ja ára í dag. Hér er mynd af henni að hjálpa mömmu við matargerðina (eins og gerist oft). Alltaf er hún tilbúin til að „smakka til”. Hún er búin að biðja um hráfæðisköku í afmælisveislunni (carobköku með ávöxtum) og mamman verður við þeirri bón. Þessi stúlka hefur aldrei á ævinni bragðað á sælgæti, súkkulaði, skyndibita, ís, hefðbundnum kökum né annarri óhollustu og er líklega (vonandi) ekki verri fyrir vikið!

Til hamingju með afmælið litla mín!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It