Hollusta í London
Á leið minni í leikskóla Afkvæmisins rekst ég yfirleitt á foreldra sem eru að sækja börnin sín úr skólum í hverfinu. Ég sæki dótturina á bilinu 15.30 og 16.30 og upp úr klukkan 15.15 hrúgast börnin úr skólunum. Það var ekkert sérstakt sem varð til þess að ég tók eftir þessu í dag en athygli mín beindist að því sem börnin voru að borða. Ég hef séð eldri börn hrúgast inn í sjoppurnar hér og kaupa snakk og sælgæti (eftir skóla) en í öllum dæmunum hér fyrir neðan voru foreldrarnir með í för enda börnin yngri. Hér eru nokkur dæmi af því sem ég sá:
- Ostastrengir (cheese strings)...telst varla matur enda al-gjör viðbjóður frá A-Ö
- KFC kjúklinganaggar
- McDonalds krakkabox
- Eitthvað sem leit út eins og pylsa í pylsubrauði en ég sá að móðirin opnaði box sem innihélt einhvers konar sykurpylsur með frauði innan í og súkkulaði (í staðinn fyrir pylsur). Systkinin borðuðu með bestu lyst
- Lítil Ritz kex (eða svoleiðis nema með meiri sykri) og ostasósa (kom saman tilbúið í pakka)
- Heill poki af hlaupi (sem barnið, um 4ra ára hélt á og borðaði upp úr)
- Ribena safi og einhvers konar sælgæti
- Fanta Lemon og snakkpoki
Ekki í eitt skipti (ég kíkti vel í kringum mig) sá ég barn með ávexti eða grænmeti eða neitt slíkt.
Það tekur mig akkúrat 7 mínútur að labba í leikskólann.
Ummæli
11. sep. 2012
ég er að segja þér það Sigrún að þú býrð í vitlausri borg...þú átt að búa hér í Berlin...hér er mikil vitundarvakning um hollustu sérstaklega meðal foreldra en hins vegar er alveg nammi líka en í mun minna magni en gerist annars staðar og líka sjaldnar.
11. sep. 2012
He he ég bý í borg með vitlausum íbúum í... (í öllum merkingum orðsins vitlaus) :)
11. sep. 2012
Ojbara! Fattar fólk ekki hverskonar áhrif þetta hefur á börnin ? Líklega verða þau voða "erfið" 1-2 klst seinna. Þurfa næsta skammt. En hvað er hið fullkomna eftir-skóla-nasl ? Ávextir duga því miður skammt. Soðið egg væri best en gangi manni vel að koma því ofaní krakkana :/
11. sep. 2012
Þetta er allt eitthvað sem gott er að gefa börnum (og ég gef mínum) en bara að passa að þau borði ekki án eftirlits vegna köfnunarhættu.
11. sep. 2012
Sælar, þetta er ótrúlegt! En ég var áður ekki mikið að hugsa útí hvað við höfðum í matinn og því miður var alltof oft "brauð og ostur" eftir leikskóla eða annað sem var ekki alltaf nógu gott, þó það hafi nú aldrei verið svo slæmt eins og þú talar um hér að ofan. Við höfum hinsvegar breytt algjörlega um stefnu og það var nákvæmlega ekkert mál að venja stelpurnar mínar (sú eldri er 4 1/2 í dag, var 2 1/2 þegar við byrjuðum) að borða hollt snakk eftir leikskóla og á öðrum tímum.. Þær fara bara sjálfar inní eldhús og næla sér í ávöxt eða grænmeti sem við eigum allt nóg til af og síðan erum við með hnetur og rúsínur eða e-ð slíkt á leiðinni heim úr leikskóla ef við þurfum að brasa eitthvað í millitíðinni og þær ELSKA þetta. Fá stundum hnetublöndu í poka eða skál og hafa fyrir framan barnaefnið í staðin fyrir annað rusl snakk... Held að maður hafi miklað fyrir sér hérna áður að það væri svo flókið (og dýrt) að borða hollt en það kom nú annað á daginn :o)
11. sep. 2012
Það er nú akkúrat málið :) Frábært að heyra :)
11. sep. 2012
Takk fyrir frábæra síðu :)
Svo gaman að lesa blogið þitt og tala nú ekki um að fá að nota uppskriftirnar þínar :)
Algjör gullmoli þessi síða.
Bjó sjálf í London...og úff!
Matarmenning fyrir börnin þar ...hreint ógeðslegt.
En verð nú samt að fá að segja vorum að vinna á sýningu í London fyrir fyrirtæki sem ísl. vinkona mín rekur í London :)
Hún er að koma ísl. Harðfisk á markað...selur í nokkrum búðum og á netinu.
Harðfiskurinn sló í gegn...vægast sagt.
Virðist vera heilsubylting og smá viðsnúningur hjá Bretum þessa dagana....og Harðfiskur fyrir börn er náttúrulega snild :)
En og aftur takk fyrir síðuna þína :)
11. sep. 2012
Já gaman að heyra. Í hvaða verslun er hún að selja harðfiskinn?????
Jú það er heilsubylting að einhverju leyti en þetta virðist skiptast alveg í tvo hópa og almenningur er ekki meðvitaður, því miður...það eru frekar þessir efnameiri virðist vera.
11. sep. 2012
Hann Jamie Oliver var með þátt sinn um skólamat ekki til einskis...eða kannski til einskis. Mér fannst það einmitt viðbjóðslegt hvað krökkum var boðið upp á þá. Væri akkúrat athyglisvert að heyra um hegðun barnanna yfir daginn og hvernig þeim gengur almennt í skólanum.
11. sep. 2012
Hegðun barna í þeim skólum sem Jamie var að taka til í, er einmitt til umfjöllunar nánast daglega í breskum blöðum, svona almennt (ekki allir auðvitað). Núna bara í gær birtist frétt á Daily Mail þar sem einn skólinn vill reisa "fangelsi" við hliðina á skólanum fyrir verstu nemendurna.....
Það sem mér þótti einna alvarlegast hjá Jamie var að foreldrarnir voru að eyðileggja hans góða starf með því að færa krökkunum t.d. kjúklinganagga frá KFC í hádegishléinu því þeim fannst alveg ömurlegt hvað krakkarnir voru látnir borða.... (sem sagt hollan mat)......svo þetta er vandamál sem liggur fyrst og fremst hjá foreldrunum að mínu mati.
12. sep. 2012
Hún selur Harðfiskinn ásamt hinni "Gómsætu Skreið í Suður London :)
Aðalega í svona Butcher shops.
En núna er markasátak í að koma Harðfisk í sem flestar búðir.
Og standa yfir samningsviðræður sem verður gaman að fylgjast með.
Já þetta er satt með þá efnameiri því miður :(
Sorgleg þróun í UK ...skyndibiti tröllríður öllu.
En hægt og rólega kemur þetta til baka...getur ekki annað verið.
Minn draumur er núna að koma Skyri í umferð í UK og opna Boost bari á hverju horni :)
Hver veit :)
12. sep. 2012
Hún þyrfti að selja harðfiskinn í líkamsræktarstöðvarnar sem próteinbita því harðfiskurinn er jú 90% prótein...það myndi örugglega virka. Og já sömuleiðis skyrið, ekki síst á heilsuræktarstöðvunum sem líka hafa svona djúsbari.
12. sep. 2012
Já það var mikill áhugi í Heilsugeiranum á sýningunni :) Og einhver fitness tv stöð misti sig yfir hollustunni!
Verðum sennilega á annari sýningu eftir áramót...National&Organic product. Verður gaman að sjá hvað gerist....allavega er þurkað kjöt að seljast vel sem Prótín afurð. Svo Harðfiskurinn ætti að vera góð viðbót :) Já og Skyrið...jummi.