Ný Whole Foods Market (eða öllu heldur er hún flutt í nýtt húsnæði)

Wholefoods Market við Piccadilly Circus

Ó mæ lord.....ef þið eruð á leið til London og ef þið hafið áhuga á heilsuvörum o.þ.h. þá mæli ég með heimsókn í Whole Foods Market. Hún var áður á Brewer Street (á 2. hæðum, lítil og sæt) en er núna flutt á Glasshouse Street (einnig mjög nálægt Piccadilly Circus) í nýtt og glæsilegt húsnæði.....Þó að WFM í Kensington sé enn þá stærsta og flottasta þá er þessi samt ekki síðri að mínu mati. Aðeins minni í sniðum en í staðinn fyrir 200 stykki af alveg eins eplum þá eru kannski 50 stykki og þar fram eftir götum. Heimsóknarinnar virði, guaranteed!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

JóhannaSH
09. ágú. 2012

Æði! Hlakka til að kíkja í þessa búð :-)

Elín Ýr
10. ágú. 2012

Ég væri til í að skreppa til London bara til að geta leigt mér íbúð með góðu eldhúsi í viku eða svo og bara missa mig í WFM. Væri svo til í að sjá svona búð hér heima og á sómasamlegu verði. Yrði líklegri til að missa mig í WFM og á grænmetismörkuðum heldur en í fataverslunum :)

sigrun
10. ágú. 2012

Skil þig mjög vel Elín Ýr.....ég myndi bara kýla á þetta :)

Jóhanna þú verður að kíkja....sem fyrst...þú verður ekki svikin :)