Sjaldan fellur eplið langt frá.......

Sá stutti reynir að ná í græna drykkinn

Er ekki bara góðs viti ef sá stutti (rétt orðinn eins árs) reynir að teygja sig í grænan drykk á eldhúsborðinu?

Þið verðið að afsaka draslið í eldhúsinu (það er reyndar alltaf svona svo þið fáið ágæta mynd af hvernig það lítur út....nema þegar ég tek til). Það kennir margra grasa...lífrænt framleidd jógúrt, heimabakað brauð, spirulina, hunang, salat með reyktum laxi, heimatilbúin sinnepsdressing o.fl., o.fl.........Almáttugur draslið....oh well.

En sá stutti var ánægður með drykkinn svo ég þarf að fara að fær allt enn þá fjær brúninni því hann getur teygt litlu pylsuputtana sína aaaansi langt inn fyrir! Ef hann ætlar sér.

Í hægra horni sést í handlegg pabbans sem var að reyna að forða því að græn sprengja myndi springa í eldhúsinu (sem væri þá ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elisabet D. Sveinsd
04. sep. 2012

Hæ min kæra.
búin að fara í gegnum allan drykkjardálkinn. En sé ekki uppskrift af svona grænum drykk. Áttu hana til hérna einhversstaðar?
vantar svo hugmynd af svona grænum drykk, góðum drykk, og einhverjum sem þarf ekki safapressu. á bara blandara ;-)
knús

sigrun
04. sep. 2012

Hæ skvís

Ég skal senda þér uppskrift í pósti..... :)