London fer í sparifötin

London er að verða spariklædd fyrir Ólympíuleikana. Nú er Oxford Street orðin svo fínt malbikuð að maður þorir ekki að þvera hana af ótta við að maður skilji eftir rispu. Einnig er búið að taka gatnamótin Oxford Circus og Regent Street í gegn svo maður er ekki lengur í lífshættu við að labba meðfram handriðunum á meðan strætóarnir sleikja jakkalafið. Búið er að fjarlægja handriðin og setja upp niðurtalningu í sekúndum sem sýnir hvenær látlaus umferðin æðir stað og hversu mikinn tíma maður hefur til að trítla yfir.

Ólympíuleikarnir hafa líka sína galla....túristarnir flykkjast nú sem aldrei fyrr til borgarinnar og standa vinstra megin í rúllustiganum þegar maður fer í lestarnar. ALDREI standa vinstra megin, bara hægra megin!!!! Þeir flykkjast líka að dyrunum í lestunum þegar maður er að reyna að komast út. Sem dæmi vorum við fjölskyldan á ferð um bæinn síðustu helgi og hópur útlendinga stóð fyrir framan EINAR&;dyr lestarinnar, á meðan hægt er að komast inn um 5 á sama vagni. Þeir sem sagt tróðust inn á meðan við vorum að reyna að komast út. Fyrsta regla í lestunum er að HLEYPA fólkinu fyrst út og fara svo inn, tíminn er nægur. Nú vitið þið það, þið sem ætlið til London. Ef þið viljið ekki fá haug af blótsyrðum yfir ykkur eins og t.d. wanker, twat, idiot eða það ljótasta bloody tourist, er best að æfa þessar tvær grunnreglur.

Og ég get glatt Íslendinga með því að Primark (sú óskiljanlega verslun) er að opna aðra verslun á Oxford Street, alveg við Tottenham Court Road...eiginlega við útidyrnar hjá mér (eða um 7 mínútum frá). Það verður ekki minna af Íslendingum á Oxford Street geri ég ráð fyrir. Ein ábending fyrir ykkur sem eruð að heimsækja borgina. Forðist Oxford Street eins og heitan eldinn, verslið alls staðar annars staðar!! Sem dæmi eru kirsuber seld á 5 pund pundið (þ.e. um 250 grömm) hjá götusölunum á Oxford Street en fyrir utan Goodge Street lestarstöðina eru þau seld á 2 pund, sömu kirsuber. Covent Garden, Regent Street, Carnaby Street o.fl. götur eru mun skemmtilegri og líka miðsvæðis.

Talandi um það. Þið Íslendingar sem eruð að versla hér í London...(við erum hér allnokkrir Íslendingarnir sem búum hér)....við heyrum HVERT&;ORÐ sem þið eruð að garga á milli ykkar varðandi fatastærðir, skírnina sem ykkur var ekki boðið í, þyngdina á Lilju frænku, gjaldþrotið hjá Konna o.s.frv., o.s.frv. Þið eruð EKKI&;ein í heiminum, þrátt fyrir í alvörunni að halda það (að því er virðist). Ég hef nú oft verið að kíkja í kringum mig og Íslendingarnir eru þeir EINU sem garga veggjanna á milli, aðrar þjóðir gera þetta ekki...og ekki bara af því ég skil ekki málið, þetta hefur bara með hljóðstyrkinn að gera.

Anyways, hér eru nokkrar myndir af götum London....nokkrar af Oxford Street (fer aldrei á Oxford Street nema til að þvera hana). Svona til að sýna ykkur að London er ekki bara pússaðar götur og fánar, þá er hérna ein mynd af nágranna mínum...sem er alltaf voða þreyttur á daginn. Það glittir í bláa sokkinn hans undir húsinu. Afkvæmið er löngu hætt að kippa sér upp við manninn sofandi undir pappakössunum (við sjáum hann hvern dag á leið okkar í leikskólann). Hún kallar hann bara „þreytta manninn sem á heima í pappakössunum og er alltaf sofandi". Hún hefur reyndar stundum áhyggjur af því að honum sé kalt og gladdist mikið einn rigningardaginn þegar hún sá að hann var kominn með sæng.

Athugið að fólkið á myndunum tengist mér ekki á nokkurn hátt.

Oxford Street

Oxford Street

Regent Street

Regent Street

Nýmalbikuð og fægð Oxford Circus

Nágranninn

Ef þið eruð á leið til London yfir Ólympíuleikana og vantar einhver ráð eða upplýsingar, megið þið alveg senda mér línu.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It