Veggspjald yfir olíur og notkun þeirra

Margir klóra sér í höfðinu yfir hvernig nota á olíur. Er gott að steikja mat með ólífuolíu? Á að geyma hörfræolíu í ísskáp? Þolir kókosolía mikinn hita? Hvað með smjör?

Svörin má finna í þessu yfirliti yfir olíur og notkun þeirra. Prenta má skjalið út og hengja upp á vegg. Skjalið er í PDF&;sniði (736 Kb að stærð). Það hefði mátt aðgreina litina betur fyrir þá sem hafa skerta litasjón eða eru litblindir og það hefði einnig mátt birta upplýsingarnar í þægilegri töflu samhliða þessu skjali fyrir þá sem eru blindir og nota skjálesara (en starfs míns vegna pæli ég í þeim hlutum...og bara smámunasemi í mér...að öðru leyti hefur mikil vinna farið í að taka upplýsingarnar allar saman fyrir okkur hin til að njóta) :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Magnea86
19. sep. 2012

Snilld :) þetta fer á ísskápinn minn :)