Upptekin býfluga (busy bee)
Er.svo.mikið.að.drukkna í skólanum. Mörg ykkar kannski þekkið myndina: Mamman gjóar augum á námsefnið sem liggur á eldhússkenkinum með eitt Afkvæmi á handleggnum, hitt hangandi í buxnaskálminni, annað grenjandi, hitt með hor lekandi niður á höku, á meðan pastað sýður og síminn hringir. Basic.  Sem betur fer er ég að kafna úr áhuga yfir námsefninu. Ég er t.d. að skrifa ritgerð um tengslin á milli offitu og of lítils svefns. Tengslin eru mun sterkari en maður myndi ætla (og eru til komin vegna hormóna eins og ghrelins, leptins og cortisols. Cortisol er streituhormón og hefur áhrif á hverja frumu líkamans og leptin og ghrelin hafa áhrif á seddu- og svengdartilfinningu). Þeir sem þekkja mig vita að ég er með svefn-þráhyggju gagnvart börnunum og enginn og ekkert getur haft áhrif á að þau fái að sofa...nema í neyðartilvikum (flugferðir og spítalavist). Kannski sem betur fer því lítill svefn um 30 mánaða getur spáð fyrir um offitu barns um 7 ára aldurinn! Ég er að lesa svo glæ-, glænýjar rannsóknir að þær eru ekki einu sinni komnar í vísindatímaritin. Ótrúlega spennandi. Týpískar rannsóknir auðvitað sem enda í blöðunum með stríðsletri og allir leggjast undir sæng til að vera mjóir. Þetta er ekki aaaaaaalveg svo einfalt mál en er spennandi engu að síður. Verst bara að ég hef 2 mínútur á dag til að læra og enn minna þegar börnin eru lasin. Eins og núna. Ó well....þetta er það sem ég valdi mér.
Ummæli
27. feb. 2012
Óboy... þú ert ekki sú eina sem er að kafna...
gott samt að vita að það eru fleiri eins og ég :)
01. mar. 2012
Þetta eru spennandi fræði og mikið áhugamál (og vandamál) hjá mér, þ.e. svefn.
kv. Ella
01. mar. 2012
þetta hljómar svo áhugavert!
okei, mínus þetta með krakkana og horið ;-)